22.12.2008 23:06

Jólakveðja úr Hlíðinni


Í dag var allt á ,,haus,, hjá mér í jólaundirbúningi. Kláraði að baka, pakka og ýmislegt fleira það er sko í mörg horn að líta. Á morgun er Þorláksmessa og þá er það bara skatan og hangikjötið. Já ilmurinn er indæll og bragðið vonandi eftir því. Veðrið var ekki skemmtilegt í dag slagveður og rigning. Ég vorkenni alltaf útigangshestunum í svona veðri, en þau voru samt bara kát í dag og tóku fagnandi á móti rúllunum þegar traktorinn kom brunandi með þær. Bíð spennt eftir því að taka inn fleiri vini mína á milli jóla og nýárs.
Kæru vinir við í Hlíðinni óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þakklæti fyrir samskiptin á árinu.