24.03.2009 22:23

Æi búin að vera svolítið löt að blogga.




Á myndinni erum við Ríkur minn að leika okkur í góða veðrinu sem er næstum alltaf í Hlíðinni.

Jæja þið hafið örugglega verið farin að halda að ég væri hætt að segja ykkur fréttir héðan úr Hlíðinni, en svo er nú ekki bara búið að vera alveg brjálað að gera. Eða eins og ég hef áður sagt sólarhringurinn hjá mér hefur þófnað að undanförnu.
Síðast þegar að ég smellti fréttum hér inn þá vorum við ný búin að sóna kindurnar og eins og þið sáuð var ég ekki kát með þær niðurstöður. Núna hef ég jafnað mig smávegis og reyni að líta á björtu hliðarnar og hlakka til að fá á annað þúsund lömb í vor.emoticon
Dóttir hans Johns sónarsérfræðings frá Noregi Ann Helen var hjá okkur í nokkra daga og reið út með okkur og skemmti þess á milli, eldklár dama og vonandi upprennandi starfskraftur þegar hún hefur aldur til. Ég hef svo ljómandi reynslu að norskum vinnukonum ákveðnar, duglegar og klárar.
Jan frá Slóveníu hefur líka verið hjá okkur í nokkrar vikur og er nú á ferð um landið ætlar svo að líta við aftur áður en hann fer alfarinn heim. Frábært að fá svona góða gesti.
Við Jan fórum í heilmikla ferð um suðurland m. a til að skoða hross í síðustu viku, komum á marga staði og sáum ýmislegt. Alltaf gaman að skoða góða hesta. Annars var erindið líka að heimsækja nemendur hrossabrautar Fjölbrautaskóla suðurlands á Selfossi. Magnús Lárusson hestagúrú ræður þar ríkjum og hefur undanfarin ár fengið fulltrúa frá Félagi tamningamanna til að kynna félagið fyrir nemendum sínum. Þetta var mjög skemmtileg og fróðleg heimsókn, hressir og skemmtilegir krakkar sem höfðu margt til málana að leggja og sannarlega upprennandi tamningamenn framtíðarinnar.

Fórum í fermingaveislu á sunnudaginn bráðsnjöll hugmynd að ferma tvo unga frændur mína saman og það ekki um páskana. Frábær veisla og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég var södd lengi eftir þessar frábæru veitingar. Hefði allavega ekki viljað ríða mikið brokk um kvöldið. Takk fyrir frábæra veislu, verst að þetta árið eru svo margar fermingar að ég held að það sé útilokað að við getum mætt í þær allar.

Heil mikil skipti hafa orðið í hesthúsinu nokkrir góðir gripir farið og aðrir komið í staðinn.
Í síðustu viku komu tvær fallegar og spennandi hryssur að vestan og einnig vinur okkar frá því í fyrra að sunnan. Já og ekki má gleyma dömunni að vestan sem kom í gær gaman að sjá hana aftur. Það var alveg æðislegt veður í Hlíðinni í gær frostlaust og logn, þannig vil ég hafa fleiri daga. Verð nú samt að játa að ég var ansi lúin þegar ég lagðist á koddann seinnt í gærkveldi en mjög ánægð með daginn og margir kílómetrar á hestbaki að baki.
Verð að fara að segja ykkur eitthvað meira um hrossin í hesthúsinu við tækifæri ættir og eitthvað sniðugt
En fyrirmyndarhestur dagsins var ungur, feitur og næmur sem vill ekki láta nafns síns getið á opinberum stöðum svo að ég læt þetta duga. En hann var bestur í dag þessi elska.

Eins og þið sjáið þá hef ég sett inn nýja könnun og vil ég endilega biðja ykkur um að taka þátt í henni. Niðurstaðan úr síðustu könnun var sú að 80% gefa hestunum sínum steinefni.