22.06.2009 20:29

Fannar fimmari.....



Sætar sauðburðarskvísur.

Þarna eru nokkrar af dömunum sem aðstoðuðu okkur við sauðburðinn í vor þær eru Daniella, Björg og Hrefna Rós. Síðan er þarna ónefnd gibba með þeim á myndinni.
Nú er aðeins ein kind eftir að bera sú næst síðasta bar í gær, sauðburðurinn alveg að verða búinn.
Tími til kominn.

Um helgina var brunað í dalina og tekið þátt í Hestaþingi Glaðs í Búðardal. Mummi og Fannar voru í nokkuð góðu stuði eins og um síðustu helgi og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 150 m skeiðið með bara ljómandi góðan tíma 15.53 sek. Þeir félagar voru svo í b úrslitum í tölti og höfnuðu svo í 4 sæti í fimmgangi.
 
Myndir frá mótinu koma svo fljótlega inná síðuna undir hnappnum albúm.

Fyrsti hestahópur sumarsins kom hér við um helgina og höfðu nokkrir tugir hrossa hér næturdvöl.
Það lítur út fyrir mikla umferð hestahópa hér um slóðir í sumar og þá sérstaklega í kringum Fjórðungsmótið sem haldið verður um mánaðamótin.

Snör og Mói litli komu heim í dag eftir að hafa dvalið í góðu yfirlæti hjá ábúendum á Skák í nokkurn tíma. Nú er bara að krossa fingur og vona að eitthvað spennandi fæðist næsta vor undan Snör og Ramma frá Búlandi sem að hún var að heimsækja. Gaman að vinna í happdrætti.

Fyrirmyndarhestur helgarinnar var að sjálfsögðu Fannar sem er óðum að breytast úr fjórgangara í þennan fína fimmgangara.