22.07.2009 23:32

Sætir bossar og einn Þristur.



Sætir bossar.................þetta er hún Létt með ungan son sinn og Arðs frá Brautarholti sem að hefur enn ekki fengið nafn. Ýmsar hugmyndir eru í gangi en ekki komin endanlega niðurstaða. Létt bíður nú eftir 30 júlí en þá leggur hún land (kerru) undir fót og fer til hans Glyms frá Skeljabrekku.
Nú eru bara tvær hryssur eftir að kasta þær Skúta og Dimma. Við bíðum spennt og vonum það besta að allt gangi vel.

Í fréttum dagsins ber þar hæðst að hún Andrá mín kom heim fylfull við honum Þristi frá Feti. Ég er rosalega ánægð með það og leyfi mér að vona að ég fái skjótta hryssu. Gæti með því komið mér upp nýrri Skjónu en fyrsti hesturinn minn var einmitt skjótt hryssa. Annars verð ég ánægð bara ef að ég fæ folald og  slétt sama um litinn þó svo að ég gefi annað í skin. Andrá sveikst um að koma fylfull heim í fyrra en þá var hún hjá Álfi frá Selfossi fram á haust.
Ég á svo góða granna útí Söðulsholti að ég slapp alveg við að bruna á suðurlandið hann Einar tók hryssuna með sér heim. Takk fyrir það Einar.

Það var mikið riðið út í dag og veðrið alveg indælt.
Fyrirmyndarhestur dagsins var Litla-Perla sem var hvers manns hugljúfi í dag.

Vaskir sveinar sem að stunda heyskapinn af kappi hér í Hlíðinni stóðu sig vel að vanda og kláruðu að rúlla á Vörðufelli. Síðan var komið við á Oddastöðum og klárað að rúlla þar líka.
Núna liggur ekkert flatt og einungis nokkur smá stykki eftir, ætli sé ekki best að bíða með að slá þau þar til miðsumarshretið er gengið yfir?