02.09.2009 22:14

Hólakrakkar, heimasæta, smölun og síðan á ensku.



Það styttist óðum í að Mummi fari norður að Hólum og hefji sitt annað námsár við skólann.
Eins og þessi heimildarmynd ber með sér þá voru vel flestir mjög áhugasamir um námið.
En það verða fleiri en Mummi á Hólum sem við þykjumst eiga eitthvað í. Alma Gulla okkar góða vinkona já og vinnukona til margra ára er að hefja þar nám. Þegar að hún kom við hjá okkur á leið norður og gisti vorum við að ræða um hvað það væri skrítið hvað tíminn líður alltaf hratt. Samt er flest eins og gerst hafi í gær. Til dæmis finnst mér það mjög stutt síðan hún kom fyrst til okkar en þegar við fórum að hugsa málið þá voru árin orðin ótrúlega mörg.  Hann Helgi okkar ákvað líka að skella sér á Hóla, það er eins með hann mér finnst að hann hafi næstum alltaf verið einn af okkur hér í Hlíðinni. Þannig að þið sjáið að ég get eignað mér fullt af góðum krökkum á Hólum þennan vetur eins og þann síðasta.
Verið þið nú stillt og dugleg elskurnar.emoticon
Já og ekki nóg með það því þrír aðrir nemendur flytja héðan norður í næstu viku og ,,setjast,, á skólabekk. Nánar um það síðar..................smá spenna.

Við fengum mjög skemmtilega heimsókn í gær hér mætti litla Hauks og Randiardóttir heimasæta í Skáney með fríðu föruneyti. Hefur hún stækkað heilmikið síðan ég sá hana síðast og fer örugglega að passa í reiðbuxur fljóttlega. Ég verð að fara að drífa mig við prjónaskapinn áður en daman stækkar mikið meira svo að ég endi ekki með fermingakjól.

Fyrir ykkur sem hafið hagsmuna að gæta þá ætlum við að smala stóðinu á föstudaginn og reka það inn tímasetningin er ekki endanlega ákveðin en hafið þið endilega sambandi.

Að undanförnu hef ég fengið mikið af bréfum erlendis frá fólki sem að skoðar heimasíðuna og er að leita sér upplýsinga um ýmsa hluti er varða hestamennsku og höfum við því ákveðið að breggðast við því.
Um þessar mundir er verið að vinna að því að koma helstu upplýsingum hér á síðunni yfir á ensku og verður það vonandi klárt sem fyrst.