19.04.2010 22:36

Íþróttamót Glaðs.



Þetta eru herrar einbeittir................Mummi og Gosi.

Þið hafið vafalaust verið farin að halda að ég væri flutt af landi brott eða allavega farin úr netsambandi hérna í fjöllunum. En nú er kerla mætt á ,,bloggvöllinn,,

Við skruppum í dalina á laugardaginn í blíðunni, erindið var að smella sér á íþróttamót Glaðs í Búðardal. Mummi sá um að keppa fyrir hönd okkar allra og gerði bara býsna góða ferð að þessu sinni. Hann keppti á Gosa í fjórgangi og tölti en Fannari sínum í fimmgangi, tölti og skeiði. Hann náði með báða hestana í tvenn úrslit. Hann og Gosi sigruðu fjórganginn eftir spennandi keppni og höfnuðu svo í fjórða sæti í töltinu. Fannar hafnaði svo í þriðja sæti í fimmgangi og varð að vera á bekknum í töltinu þar sem að Mummi valdi að fara með Gosa þangað.



Þarna eru keppendur í fimmgangi að taka við verðlaunum Sólon og Haukur efstir, Styrmir og Litla-Jörp þá Mummi og Fannar, Randi og Skvísa á myndina vantar Hlyn Hjaltason.
Sjáið þið Fannar hann öfundar svolítið Litlu-Jörp að hafa fengið bikar sem efsti Glaðskeppandinn.

Því miður sveik myndavélin mig þegar verðlaunaveitingin fór fram svo að myndirnar urðu ekki eins góðar eða margar og ég hefði viljað.
Veit samt að ,,hirðljósmyndari,, Glaðsmanna var á staðnum svo að vafalaust koma flottar myndir á www.gladur.is



Hún Iðunn í Söðulsholti tók fullt af myndum sem að þið getið séð inná Söðulsholtssíðunni.



Og hér er bóndinn hennar í þungum þönkum enda bráðabani yfirvofandi.

Eins og alltaf var gaman að koma í dalina mótið heppnaðist vel og við fórum í nokkrar heimsóknir í leiðinni. Einnig örmerkti ég nokkur gæðingsefni í leiðinni.

Hér heima gengur allt sinn vana gang og er ekkert annað en að krossa fingur og vona að ekki komi aska hingað. Alveg skelfilegt þetta gos og vonandi að því fari að linna.
Hef hugsað mikið til fólksins sem er í basli með allt sitt á gossvæðinu er viss um að maður getur ekki gert sér það í hugalund hvernig þetta er í raun og veru.