07.04.2011 17:09

Neisti litli



Neisti litli Gosa og Dimmuson tekur sprettinn í stóðhestagirðingunni síðast liðið sumar.

Já það skiptast á skin og skúrir hvort sem manni líkar það vel eða illa.
Eftir að hafa veikst heiftarlega á þriðjudaginn og háð heljar baráttu drapst hann Neisti litli í gær.  Dýralæknirinn var búinn að gera allt sem hægt var en það bara dugði ekki til.
Þó svo að mörg sé búmannsraunin og maður ætti að vera orðinn sjóaður eftir öll þessi ár þá er alltaf jafn hundleiðinlegt að missa góðan grip.
Við erum að temja Kjós alsystir Neista en hún er nú á fjórða vetri og lofar mjög góðu.
Dimma kastar svo folaldi undan Hlyni frá Lambastöðum nú í vor, spurning hvort að ekki verður tekin ,,taka tvö,, og henni smellt undir Gosa aftur?