05.10.2011 22:33

Birrrrrrrr



Sá sem að raðaði saman þessum fallegu haustlitum hér í hnjúkinn er í meira lagi smekklegur.
Fallegir haustlitir hafa skartað sínu fegursta að undanförnu en í morgun var þetta í boði........



Já það var eins gott að kartöflurnar ,,drifu,, sig uppúr garðinum í gær..................... þökk sé húsasmiðnum á heimilinu. Verkaskiptingin var þannig í gær að við Mummi rukum til fjalla að smala og þá varð það hlutskipti Skúla að smala kartöflum uppúr garðinum. Við Mummi vorum kát með skiptin en þó endaði það nú þannig að Skúli mætti líka í kindasmalamennsku með okkur en við sluppum við kartöflurnar.



Þarna brunar einn smalinn af stað um hádegið en þá var orðið nokkuð útséð með að ekki væri neitt betra í boði hjá veðrinu þennan daginn.

Árangurinn varð samt ekki svo slæmur og heimturnar hér á bæ stór löguðust þennan daginn.
Já Tófudalirnir eru oft gjöfulir á fé..............héðan úr Hlíðinni.

En svona til að væla svolítið þá er þetta nú aðeins of snemmt fyrir minn smekk ég man nú ennþá eftir vorinu og finnst bara allt í góðu að fara fram á blíðu í haust.
Tamningahrossin eru öll inni og ekkert á leiðinni út ef að þetta verður svona áfram.