20.12.2011 01:57

Kvöldstund með meisturum



Það voru allir kampakátir eftir frábært kvöld með meistaraknöpunum Rúnu Einarsd Zingsheim og Jóa Skúla.
Erindi þeirra féllu í góðan jarðveg  og voru bæði fróðleg og skemmtileg, ég vil benda ykkur á greinar um kvöldstundina bæði á www.hestafrettir.is og www.eidfaxi.is



Eins og sjá má var bekkurinn þétt setinn enda troðfullt hús í Harðarbóli þetta kvöldið.

Ég tók fleiri myndir við þetta tækifæri en sökum tæknivandræða á síðunni get ég ekki komið þeim inn núna. Af sömu örsökum hefur síðan verðið hálf döpur að undanförnu en vonandi fer þetta allt að lagast.



Þessir strákar voru hressir að vanda Erling Sigurðsson og Trausti Þór Guðmundsson.



Þessir strákar voru líka komnir til að fylgjast með meisturunum Ingimar Sveinsson og Mummi.



Guðmar Þór og Elli Sig sennilega eitthvað að spá í gæðinga nú eða bara Ameríkuna.

Við FT félagar vorum mjög ánægð með það hvernig til tókst flottir fyrirlesarar og góð mæting, já meira að segja svona rétt fyrir jólin.