13.01.2013 23:35

Með húmorinn í góðum gír.



Eftir hádegið í dag renndi yngra settið á Skáney þau Haukur og Randi í hlaðið.  Þau voru  brosmild og búralega á svipinn hjúin þegar þau kölluðu Mumma að hestakerrunni til að færa honum útskriftargjöf. Gjöfina færðu þau Mumma í tilefni af útskrift hans s.l vor þegar hann útskrifaðist sem reiðkennari FT frá Háskólanum á Hólum.



Af kerrunni var teymd úrvalsgimbur af afurðakyni sem í tilefni dagsins var ,,uppáklædd,, í sérhönnuðu dressi. Hönnun og saumaskapur var í höndum Randiar og hennar aðstoðarfólks.
Takið sérstaklega eftir rauða kraganum. Til samanburðar ættuð þið að skoða myndina af Mumma sem tekin var í vor við útskriftina. Spurning við hvaða tækifæri gibba muni skarta þessum fína búningi í framtíðinni ?



Þarna eru þau hjúin Mummi og Flekka sem bíður þess nú að fá nafn við hæfi. Mummi er lagstur undir feld til að finna eitthvað gott nafn en góðar hungmyndir eru vel þegnar.
Tamningaflekka, Hólaflekka, Haukdís Holaker.........??????  Eða eitthvað miklu betra.......
Þessi gjöf vakti mikla kátínu og verður lengi í mynnum höfð enda er hér um að ræða framtíðar kynbótagrip búsins.



Þegar atið í fjárhúsunum var frá smelltum við okkur inn í kaffi, hér er Kristín Eir að sýna mér flottu Helló kitty tölvuna sína.



Hér eru flottu mæðgurnar að skoða og spá í spilin, uppáhaldsmúsin fékk að sjálfsögðu að koma með í heimsókn. Eins gott að litla vinkona mín viti ekki hvað kella er skíthrædd við alvöru mýs.

Það var ánægjuleg ferðin sem farin var uppí Logaland í gær en þar voru félagar í karlakórnum Söngbræðrum með sviða og hrossakjötsveislu. Gestir þeirra voru Karlakór Kjalnesinga sem sungu með þeim og einir sér við góðar undirtektir viðstaddra. Flottir kórar með skemmtilegum stjórnendum sem fóru aldeilis á kostum við lagakynningarnar.
Gaman að koma í Logaland og hitta fullt af fólki sem langt er síðan ég hef séð eða hitt.
Takk kærlega fyrir Ásberg Söngbróðir og Sigga Jóna, þetta var frábær skemmtun.