24.01.2013 19:25

Námskeið á námskeið ofan



Eyjólfur Ísólfsson tamningameistari var með reiðnámskeið í Króki um síðustu helgi.
Nokkuð er orðið síðan meistarinn hefur boðið uppá námskeið hér heima fyrir utan kennsluna á Hólum. Hópurinn sem var á námskeiðinum var hæstánægður með fræðin og skemmti sér ljómandi vel enda var óspart slegið á létta strengi.
Mummi skellti sér á námskeiðið og var heldur betur ánægður enda er Eyjólfur frábær kennari.



Mummi fór með Vörð son Arðs frá Brautarholti og Tignar minnar, þarna eru þeir í mikilli einbeytingur.   Fram og niður gæti myndin heitið.



Bóndinn í Króki Reynir Örn Pálmason var einbeyttur við verkefnin sem Eyjólfur fól honum.



Þarna er Þórarinn bústjóri í Vesturkoti með sinn gæðing.



Karen mætti með stórmyndarlegan grip sem er náskyldur gæðingnum Rás frá Ragnheiðarstöðum. En Eyjólfur og Rás gerðu garðinn frægan þegar þau sigruðu töltkeppnina á landsmóti og heilluðu viðstadda.



Sigurður í Þjóðólfshaga mætti með Gulltopp sinn á námskeiðið.



Myndirnar hér eru teknar á sýnikennslunni sem haldin var á laugardeginu en þá var opið fyrir áhugasama að koma og fylgjast með kennslunni.
Þarna er brugðið á leik eftir að Eyjólfur tók beislið út úr Gulltoppi og Siggi reið um höllina með öðrum ,,stjórntækjum,, en beisli. Gaman að sjá þá félaga leika sér og skemmta okkur.



Elísabet Jansen kennari á Hólum kom með skemmtilegan fola sem gaman var að sjá.
Þriggja tíma sýnikennsla þar sem tíminn flaug áfram og engum leiddist er tær snild.
Já þetta var skemmtileg ferð sem ég og Skáneyjarhjú fórum í þennan góða laugardag.