14.04.2013 00:25

Bara gaman



Það var blíða í Hlíðinni þennan daginn og þá er nú gaman að vera til og njóta dagsins.

Góðir gestir voru á ferðinni í dag sumir að skoða hestana sína en aðrir bara að líta við og taka stöðuna á okkur hér í Hlíðinni.

Fyrir viku síðan skruppum við í skautahöllina til að sjá glæsta gæðinga etja kappi á ísnum.
Margir góðir hestar komu fram og alltaf eitthvað spennandi að sjá, ekki spillti svo fyrir að ,,okkar,, maður af vestulandinu Jakob í Steinsholti sigraði örugglega.
Á miðvikudaginn fórum við svo í Borgarnesi en þar var einmitt Jakob með sýnikennslu.
Fróðlegt og gaman að sjá vinnubrögðin og fá smá innsýn í það hvernig hann þjálfar hestana.
Aðgöngumiðinn að sýningunni gilti svo sem happadrættismiði og var Mummi svo heppinn að fá folatoll undir Abraham frá Lundum í vinning. Nú verður kappinn að velja sér hryssu til að nýta tollinn góða, enda er Abraham bara spennandi hestur.

Nú er Astrid farin í verknám frá Hólaskóla en það tekur hún hjá þeim Randi og Hauki á Skáney. Hún tók Baltasar Arðsson með sér og ætlar að þjálfa hann með verknáminu.
Við smelltum okkur í heimsókn að Skáney m.a til að skoða nýju reiðhöllina og hesthúsið.
Glæsilegt hús og heldur betur góð aðstaða. Innilega til hamingju Skáneyjarbændur.

Við fengum góða gesti í gær en þar voru á ferðinni hressir hrossaræktendur úr Kjósinni.
Veðrið var ekki sérlega gott þegar þau komu en við lofum betra veðri næst, en eins og þið eflaust vitið þá er næstum alltaf gott veður hjá okkur :):)



Þessi höfðingi lét ekki snjóinn aftra sér frá því að njóta blíðunnar í dag enda er sólin bráholl fyrir hefðarketti.
Hann er klárlega fyrirmyndar köttur dagsins en fyrirmyndarhestur dagsins var Trilla Gaumsdóttir, sem var í miklu stuði :)