05.08.2016 00:26

Dagur eitt í hestaferð.

 

Þar kom að því..................dagur eitt í hestaferð er staðreynd.

Eftir söguleg met í járningafjölda og óþarfa skipulagi var lagt af stað.

Hrossahópurinn taldi hvorki meira né minna en 100 hross en mannskapurinn eitthvað færri.

Þetta fyrsta kvöld var riðið frá okkur hér í Hlíðinni og niður að Kolbeinsstöðum.

Ferðin gekk mjög vel en ferðahraðinn var vel í efri mörkum eins og getur gerst þegar spenningurinn er mikill.

 

 

Já spenningurinn.............hann birtist í ótal myndum.

Á meðfylgjandi mynd sjáið þið þrjá kalla frekar spennta.........

 

 

Þeir eru í raun og veru yfir sig spenntir...........................en hvað veldur ????

 

 

Jú krakkar þessar elskur voru að segja tveimur fullfærum bílstjórum til við aksturinn.

Það getur tekið á að stjórna jeppakonum með hestakerrur.

 

 

Það er afar mikilvægt að fá staðgóðan kvöldverð þegar maður er í hestaferð.

Hann klikkaði ekki í kvöld þessi enda bauð hann uppá dýrindi Kænukjötsúpu af betri gerðinni.

Á morgun er kominn nýr dagur og þá verður riðið frá Kolbeinsstöðum að Hömluholti.

Nánar um það ...............á morgun.