Hestar til sölu

Höfum til sölu úrval hrossa á öllum aldri og tamningastigum.
Erum ávalt reiðubúin til að aðstoða ykkur við að finna draumahestinn.
 
Mikið úrval af hrossum á góðu verði.
Bætum inn nýjum hrossum fljóttlega.
 
Hikið ekki við að hafa samband og kanna hvað er í boði.
 
Sími 8628422 eða 7702025
netfang sigrun@hallkelsstadahlid.is
mummi@hallkelsstadahlid.is
 

 

 

 

 

 

 

 

Léttlind IS2015237900 frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Glaumur frá Geirmundarstöðum og móðir Létt frá Hallkelsstaðahlíð.

Léttlind fer um á mjúku og fallegu tölt en sýnir þó allar gangtegundir.

Spennandi hryssa með m.a Spuna frá Vestukoti og Hróð frá Refsstöðum í blóðinu.

 

Lokkur IS2014137900 frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Ölnir frá Akranesi og móðir Létt frá Hallkelsstaðahlíð.

Lokkur er litfagur foli með fallegar hreyfingar sýnir allan gang.

Spennandi ættir og mikill karater, takið eftir augunum.

Hallkell IS2014137902 frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Hersir frá Lambanesi og móðir Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

Hallkell er myndarlegur foli sem sýnir allan gang en fer mest um á tölti.

Ljúfur og skemmtilegt hestefni.

Vinirnir Hallkell og Lokkur á góðum degi.

 

 

Á næstu dögum bætum við hér inn fleiri söluhrossum af öllum gerðum og á misjöfnum verðum.

Að hverju ert þú að leita ? Hvaða verðbil henntar þér ? Hvað getum við gert fyrir þig ?

Hikið ekki við að hafa samband og fá nánari upplýsingar um gripina nú eða spyrjast fyrir um hvað við eigum til.