03.05.2022 12:39

 

Sigrún Ólafsdóttir bóndi og tamningamaður skipar 5. sætið á lista Framsóknar í Borgarbyggð.

Sigrún er 57 ára og býr í Hallkelsstaðahlíð þar sem fjölskyldan rekur sauðfjárbú, hrossarækt og víðtæka þjónustu við hestamenn. Auk þess hefur verið byggð upp ferðaþjónusta á síðustu árum sem fer ört stækkandi. Hún er fædd í Reykjavík en bjó allan sinn uppvöxt í Hallkelsstaðahlíð, gift Skúla Lárusi Skúlasyni bónda, trésmíðameistara og tamningamanni. Búið reka þau í samvinnu við son sinn Guðmund Margeir, reiðkennara og tamningamann og Brá Atladóttur, bú og hjúkrunarfræðing. En þau búa einnig í Hallkelsstaðahlíð með tveggja ára syni sínum.

Sigrún bjó 12 ár í Borgarnesi þar sem að hún starfaði fyrst á Hótel Borgarnesi og lengst af í Sparisjóði Mýrasýslu. Sigrún hefur verið virk frá unga aldri í ýmiskonar félagsmálum. Var oddviti sveitastjórnar í Kolbeinsstaðahreppi í átta ár, varaþingmaður Framsóknarflokksins og varamaður í hreppsnefnd Borgarness um árabil. Hefur auk þess setið í fjölmörgum nefndum á vegum sveitarfélaga og ráðuneyta. Nú síðast setið í Umhverfis og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar, Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps og á sæti í stjórn Brákarhlíðar.

Sigrún hefur lagt sitt af mörkum í félagsmálum hestamanna. Formaður Félags tamningamann, formaður hestamannafélagsins Snæfellings, sat um árabil í stjórn Landssambands hestamanna lengst af sem gjaldkeri átti einnig sæti í Fagráði um nokkurt skeið. Hún hefur verið virkur dómari í gæðinga og íþróttakeppni í rúmlega 30 ár. Einnig kannast margir við rödd hennar enda verið þulur á fjölmörgum keppnum og viðburðum í hestamennsku.

„Ég er þakklát fyrir það traust að fá að skipa 5 sæti lista framsóknarmann hér í Borgarbyggð. Þar fer fjölbreyttur og öflugur hópur fólks sem tilbúið er að leggja sitt af mörkum til að bæta okkar góða sveitafélag og sækja fram á öllum sviðum.

Tækifæri til uppbyggingar, framþróunar og vaxtar eru á hverju horni í sveitarfélaginu. Saman þurfum við að nýta þessi tækifæri.

Við þurfum að standa vörð um mikilvæga innviði sveitarfélagsins sérstaklega þegar farið veður í uppbyggingu sem vonandi leiðir til fjölgunar íbúa.

Við þurfum að tryggja að velferðarþjónusta verði sem best um allt sveitarfélagið.

Við þurfum að tryggja að öll skólastig verði í fremstu röð á landsvísu.

Við þurfum að tryggja að samgöngur, fjarskipti og orkumál í sveitafélaginu verði a.m.k. viðunandi.

Við þurfum að tryggja sem best rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki í sveitafélaginu.

Við þurfum að tryggja að landbúnaður verði áfram einn að burðarásum samfélagsins.“

 
 

01.02.2022 13:51

Námskeið með Susanne Braun og Mumma.

 

Helgarnámskeið með Mumma og Susanne Braun

18-20 febrúar 2022 í Hallkelsstaðahlíð

Kennarar:

Guðmundur M. Skúlason (Mummi) Reiðkennari frá Hólaskóla.

Dr Susanne Braun, fagdýralæknir fyrir hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor

Markmið:

-Uppbygging þjálfunar í upphafi vetrar.

-Einstaklings miðað mat á markmiðum fyrir hest og knapa.

-Auka þekkingu þjálfara á að meta líkamsbeitingu hests og knapa við þjálfun.

- Boðið verður upp á fyrirlestur og sýnikennslu.

-Sýnt verður hvernig hægt er að greina skekkju eða læsingu í hestunum.

-Hvernig og hvar hnakkurinn á að liggja á hestbaki og hvaða upplýsinga við getum fengið út frá vöðvafyllingu á hestinum.

Uppbygging námskeiðs.

Föstudagskvöld:

30 min reiðtími með Mumma og Susanne þar sem nemandi og kennarar meta verkefni sem unnið verður í yfir helgina.

Laugardagur.

08:00-17:00

Hver nemandi fær 1x 45 mín reiðtíma með Susanne þar sem farið verður yfir þjálfunarplanið. Heilbrigðisskoðun, æfingar og jafnvel meðhöndlun ef þurfa þykir.

Hver nemandi fær 1x 45 mín reiðtíma með Mumma.

Um kvöldið kl 20:00 verður opin fyrirlestur með Dr Susanne Braun, fagdýralækni hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor

Á milli hests og knapa - hvaða skilaboð leynast í útliti og líkamsbeitingu hestsins?

Susanne hefur vakið athygli manna með óhefðbundnum lækningaraðferðum en meðfram hefðbundnum dýralækningum stundar hún hnykkingar á hestum.

Susanne segir að hnykkingar reyni frekar á tækni en krafta. Til að losa læsta liði þurfi snöggt átak. Það er því ekki eins mikið mál og það virðist vera fyrir fínlega konu að hnykkja hest. Tilgangurinn með hnykkingum er sá að jafna hreyfigetuna í hryggjaliðum.

Í fyrirlestrinum kynnir hún hnykkingameðferð og svarar spurningum, til dæmis:

-Hvað gera hnykkingar fyrir hestinn?

-Hvað gera taugarnar fyrir líkamsstöðuna?

-Hvað orsakar læsingar?

-Hvaða einkenni sýnir hestinn sem er með læsta liði?

Verð fyrir fyrirlesturinn er kr 1.500.- en er innifalinn fyrir þátttakendur á námskeiðinu.

Sunnudagur

09:00-17:00

1x 45 mín reiðtími með Mumma.

Susanne verður með kynningu og fræðslu um hnakka fyrir nemendur.

Oft er erfitt fyrir knapann að átta sig á hvar hnakkurinn á að vera staðsettur.

-Passar hnakkurinn fyrir hestinn ?

-Skiptir yfirlína og bygging hestsins miklu máli ?

-Skaðast hesturinn ef að hnakkurinn liggur ekki á réttum stað ?

Verð fyrir námskeiðið með öllu er kr. 70.000-

Skráning og allar nánari upplýsingar hjá Mumma

Sími: 7702025

e-mail: [email protected]

 

03.01.2022 19:44

Gleðilegt ár.

 

Við hér í Hlíðinni sendum ykkur bestu óskir um  gleði, farsæld og frið á nýju ár.

Með kæru þakklæti fyrir það liðna.

Við erum sannfærð um að nýtt ár verði frábært enda er ártalið fallegt 2022.

Á myndinni hér er ungur maður ánægðu með fyrstu jólajöfina sem opnuð var.

Mátti svo sem ekkert vera að því að stilla sér eitthvað upp fyrir myndatökur enda maðurinn í jólafríi.

 

 

Hann lét sig samt hafa það og situr þarna fyrir með foreldrunum.

Græni bíllinn fékk að njóta sín enda glænýr úr jólapakkanum.

 

 

Það er alltaf stutt í glensið hjá þessum manni og endaði því uppstillingin svona.

Mamman komin með límmiða á nefið og garpurinn til í allt.

Já jólin eru tími til að hafa gaman og gera eitthvað mjög skemmtilegt.

Get svo sagt ykkur það í algjörum trúnaði að það að vera amma er bara skemmtilegast.

 

 

Jólaveðrið var gott að mínu mati enginn teljandi snjór og marauðir vegir öllum færir.

Við höfum nú bara verið róleg og eins og flestir vonað að nú færi að birta til í veirumálum.

Svona er ísinn á vatninu búinn að vera síðustu daga spegilslétttur og fallegur.

Ekki er hann samt orðinn hestheldur en mikið sem væri nú gaman að taka þarna sprett.

 

 

Sumarið var nú ekki eins gott og jólaveðrið svona ef að maður metur það í hagstæðu heyskaparveðri.

Oft komu samt góðir dagar en sögulega fáir alveg þurrir.

Það var samt mesta furða hvernig heyskapurinn gekk og að lokum varð rúllustaflinn ásættanlegur.

Var þó býsna sögulegt að síðasta háin náðist í plast í október og vitið þið hvað bara nokkuð nothæf til fóðrunnar.

 

 

Ástarlífið í fjárhúsunum hefur staðið í miklum blóma síðustu vikurnar.

Eitthvað finnst honum Villa vera orðið lítið að gera og kannar stöðuna í næstu kró.

Kannski er einhver tilkippileg þar......................

 

 

Annars virðist vera sama harkið hjá honum Stormi, enga auka vinnu að hafa.

Það má samt horfa og láta sig dreyma.

 

 

Já ef hann væri nú bara hyrndur og gæti stokkið yfir jötuna og í næstu kró.

Nú er næsta mál að bíða eftir fósturtalningu og vona það besta.

 

 

 

 

 

 

24.12.2021 09:29

 

 

21.11.2021 20:04

Námskeið í máli og myndum.

 

 Það var fjör hér í Hlíðinni síðustu helgina í október en þá héldu þau Dr Susanne Braun og Mummi saman námskeið.

Nánar er hægt að kynna sér efni námskeiðsins hér á síðunni.

Námskeiðið heppnaðis vel með áhugasömum og skemmtilegum nemendum. 

Afar líklegt er að framhald verði á þessum samstarfi og eitthvað spennandi verði í boði á næstunni.

 

 

Hópurinn var skemmtilegur og alveg til í að bregða á leik fyrir myndatöku.

 

 

Það var einstaklega fróðlegt og gaman að fylgjast með kennslunni og sérstaklega að sjá Susanne skoða og meðhöndla hrossin.

 

 

Eins og fyrr sagði var námskeiðið þannig byggt upp að fyrst fóru nemendur með hestana sína til Susanne. 

Eftir að hún hafði skoðað hrossin, rætt við nemendur og metið stöðuna komu nemendur í reiðtíma til Mumma.

Þá höfðu þau Mummi og Susanne borið saman bækur sínar og metið hvað hentaði hverjum og einum best.

Hér á myndinni fyrir ofan er engu líkara en verði sé að æfa dansspor enda er reiðmennska jú háfgerður dans.

 

 

Hér er spáð í spilin.

 

 

Þessi tvö eru einbeitt á svip og tilbúin í slaginn.

 

 

Undirbúningur fyrir næsta nemanda........

 

 

Þessi tvö að gera klárt fyrir tímann sinn.

 

 

Og þá er bara að leggja í ann.............

 

 

Nei, nei þetta er ekki skammarkrókurinn ............enda ætti þessi brosmilda dama ekki heima þar.

Það var fjör í öllum hornum líka í hnakkageymslunni.

 

 

Og knaparnir æfa sig undir öruggri leiðsögn Dr Susanne.

 

 

Það var gaman hjá þessum.

 

 

Og hreint ekki síður hjá þessum, það mætti halda að þau væru í framboði.

 

 

Innlifun og vangaveltur gæti þessi mynd heitið.

 

 

Spáð í fína Skjóna.

 

 

Frúin komin á bak.

 

 

Það var vel fylgst með á hliðarlínunni.

 

 

Þessir ljóshærðu strákar voru alveg til í smá myndatöku.

 

 

Staðan tekin.

 

 

Stund milli stríða.........................

 

 

Þessi mynd heitir faxprúður koss.

 

 

Ljóst og dökkt.

 

 

Svo sæt saman þessi.

 

 

Góður hópur.

 

 

Fyrirlesturinn á laugardagskvöldinu var fróðlegur og eins og sjá má varð að lækka ljósin til að sjá á skjáinn.

Við ákváðum að hafa hann í reiðhöllinni en ekki inní sal svona til að hafa meira pláss og gæta eins og kostur var að sóttvörnum.

 

 

Fróðlegt og vel upp sett hjá Susanne eins og við mátti búast.

 

 

Hér sýnir hún okkur hvernig hún skoðar og fer yfir hrossin.

 

 

Vangadans af bestu gerð.

 

 

Og enn meiri fróðleikur.

 

 

Áhugasamir nemendur.

 

Ljósin slökkt og framhaldið.

 

 

Fólki gafst kostur á að sjá og prófa hnakka frá Hilbar hjá Susanne.

 

 

Þarna stilla þau sér upp eftir velheppnaðan fyrirlestur.

 

 

Ný ábreiða .......................nei ekki svona í alvöru en skjávarpinn smellti þessum fínheitum á meistara Kaftein.

 

 

Já skemmtileg helgi með góðu fólki og fullt af fróðleik.

Takk fyrir komuna.

 

 

 

29.10.2021 12:44

 

Fyrirlestur og sýnikennsla.

 

 

 

 

Nú styttist í fyrirlesturinn og sýnikennsluna hjá Susanne sem verður annað kvöld kl 20.00 hér í Hallkelsstaðahlíð.

Og auðvitað erum við orðin mjög spennt.

Susanne byrjar á því að hafa fyrirlestur. Síðan í framhaldi verður sýnikennsla þar sem hún sýnir hvernig hún sér og metur líkamsbeitingu hestsins.

Einnig mun hún sýna aðferðir til að auka þekkingu þjálfara á að meta líkamsbeitingu hests og knapa við þjálfun.

Rétt líkamsbeiting eykur endingu hjá reið og keppnishestinum.

Fyrirlesturinn höfðar til allra hestaáhugamanna sem hafa bæði gagn og gaman af.

 

Í ljósi aðstæðina höfum við fyrirlesturinn inní reiðhöllinni þannig að allir hafi nóg pláss.

Gott er að taka með sér tjaldstól og vera vel klæddur. Nú annars tökum við bara einn snúning og hlýjum okkur.

Að sjálfsögðu förum við varlega og því beinum við vinsamlegum tilmælum til gesta að smella upp grímunni þegar þeir mæta á svæðið.

Við ætlum svo sannarlega að gera margt skemmtilegt saman í vetur svo að við bara vöndum okkur.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Það verður posi á staðnum.

Aðgangseyrir er kr 1.500.-

Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni nú eða bara að hafa samband við okkur.

Mummi 7702025

Sigrún 8628422

 

 

24.10.2021 08:29

Helgarnámskeið með Mumma og Susanne Braun 29.-31. Október í Hallkelsstaðahlíð

 

Dr Susanne Braun.

 

Mummi /Guðmundur Margeir Skúlason.

 

Helgarnámskeið með Mumma og Susanne Braun

29.-31. Október í Hallkelsstaðahlíð

Kennarar:

Guðmundur M. Skúlason (Mummi) Reiðkennari frá Hólaskóla.

Dr Susanne Braun, fagdýralæknir fyrir hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor

 

Markmið:

-Uppbygging þjálfunar í upphafi vetrar.

-Einstaklings miðað mat á markmiðum fyrir hest og knapa.

-Auka þekkingu þjálfara á að meta líkamsbeitingu hests og knapa við þjálfun.

- Boðið verður upp á fyrirlestur og sýnikennslu.

-Sýnt verður hvernig hægt er að greina skekkju eða læsingu í hestunum.

-Hvernig og hvar hnakkurinn á að liggja á hestbaki og hvaða upplýsinga við getum fengið út frá vöðvafyllingu á hestinum.

Uppbygging námskeiðs.

Föstudagskvöld:

30 min reiðtími með Mumma og Susanne þar sem nemandi og kennarar meta verkefni sem unnið verður í yfir helgina.

Laugardagur.

08:00-17:00

Hver nemandi fær 1x 45 mín reiðtíma með Susanne þar sem farið verður yfir þjálfunarplanið. Heilbrigðisskoðun, æfingar og jafnvel meðhöndlun ef þurfa þykir.

Hver nemandi fær 1x 45 mín reiðtíma með Mumma.

Um kvöldið kl 20:00 verður opin fyrirlestur með Dr Susanne Braun, fagdýralækni hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor

Á milli hests og knapa - hvaða skilaboð leynast í útliti og líkamsbeitingu hestsins?

Susanne hefur vakið athygli manna með óhefðbundnum lækningaraðferðum en meðfram hefðbundnum dýralækningum stundar hún hnykkingar á hestum.

Susanne segir að hnykkingar reyni frekar á tækni en krafta. Til að losa læsta liði þurfi snöggt átak. Það er því ekki eins mikið mál og það virðist vera fyrir fínlega konu að hnykkja hest. Tilgangurinn með hnykkingum er sá að jafna hreyfigetuna í hryggjaliðum.

Í fyrirlestrinum kynnir hún hnykkingameðferð og svarar spurningum, til dæmis:

-Hvað gera hnykkingar fyrir hestinn?

-Hvað gera taugarnar fyrir líkamsstöðuna?

-Hvað orsakar læsingar?

-Hvaða einkenni sýnir hestinn sem er með læsta liði?

Verð fyrir fyrirlesturinn er kr 1.500.- en er innifalinn fyrir þátttakendur á námskeiðinu.

Sunnudagur

09:00-17:00

1x 45 mín reiðtími með Mumma.

Susanne verður með kynningu og fræðslu um hnakka fyrir nemendur.

Oft er erfitt fyrir knapann að átta sig á hvar hnakkurinn á að vera staðsettur.

-Passar hnakkurinn fyrir hestinn ?

-Skiptir yfirlína og bygging hestsins miklu máli ?

-Skaðast hesturinn ef að hnakkurinn liggur ekki á réttum stað ?

 

Skráning og allar nánari upplýsingar hjá Mumma

Sími: 7702025

e-mail: [email protected]

 

 

 

19.10.2021 21:52

Stella okkar fagnaði 80 árum.

 

Hún Stella móðursystir mín fagnaði stórum áfanga þann 17 október s.l en þá varð hún 80 ára.

Af því tilefni smelltum við í óvænta veislu henni til heiðurs hérna í Hlíðinni.

Stella hefur staðið vaktina seint og snemma fyrir okkur öll svo að það var ekkert nema sjálfsagt að reyna að gera eitthvað skemmtilegt.

Það var gaman að koma henni á óvart en Hildur og fjölskylda komu með hana vestur þegar að allt var orðið tilbúið.

Það er skemmst frá því að segja að þetta heppnaðist allt eins vel og á var kosið.

Myndirnar hér á eftir tala sínu máli en á fyrstu myndinni má sjá afmælisdömuna skera fyrstu sneiðina.

Enn og aftur til hamingju Stella með árin 80.

 

 

Mummi sló í glas og bauð alla velkomna svo var auðvitað afmælissöngurinn tekinn með stæl.

 

 

Hér hefur Stella nappað okkur í landhelgi sem að fórum fremstar í undirbúningnum.

Hún er ekki vön því að vera ekki kölluð til þegar eitthvað stendur til í fjölskyldunni.

Hugmyndin kviknaði í réttunum og varð síðan að snildar veislu.

Og auðvitað voru margir fleiri sem að lögðu sitt af mörkum við undirbúninginn.

Takk fyrir það.

 

Eldhúsdagsumræðurnar fór fram eins og við var að búast og þá var að smella af mynd.

Elsa, Kolbeinn, Hrafnhildur, Þórarnna, Þóra og Björk.

 

 

Það eru bara fimm af tólf Hlíðarbörnum eftir, þau mættu að sjálfsögðu öll.

Halldís. Stella, Sveinbjörn, Lóa og Maddý.

Þau voru miklu hressari í veislunni heldur en þessi mynd gefur til kynna.

 

 

Hér var það pólutíska hornið................ sjáið þið hvað þeir eru ánægðir ................kannski með kosningarnar ?

 

 

Bóndinn og verkneminn gæti þessi mynd heitið........................

Alltaf gaman að fá þessa í heimsókn.

 

 

Þó svo að maður sé komin á tíræðisaldurinn þá er sjálfsagt að ,,pósa,,

Lóa og Ragnar alveg með þetta...............Ragnar er samt ekki kominn á tíræðisaldurinn.

 

 

Sigfríð og Þóra taka á alvarlegu málunum.

 

 

Þessir voru í stuði enda eðal nágrannar þarna á ferðinni.

 

 

Eldhúsráðið mjög ábyrgt að sjá ........................eða ekki.

 

 

Þessi eru nú alltaf góð saman og voru það þarna líka.

 

 

Fallegar dömur í hundagæslu.

 

 

Og enn fleiri fallegar dömur.

 

 

Hallur með tvo af sínum hópi, þau eru miklu kátari með myndatökuna en hann.

 

Það er alltaf stuð hjá þessum að hitta Björk og Inga frænda sinn.

 

Þessi hér komu frá Danmörku og voru kát og hress eins og alltaf.

 

 

Skvísur að spjalla Hrafnhildur og Stella í stuði.

 

 

Þessi eru nú alltaf hress og kát, kindahvíslarahjónin okkar.

 

 

Refir, rjúpur, smalamennskur.............afar líklegt umræðuefni hjá þessum köppum.

 

 

Spjall dagsins.

 

 

Bræður í þungum þönkum yfir kaffibollunum.

 

 

Góðir grannar til margra áratuga hafa örugglega drukkið saman 1000 kaffibolla.

 

 

Hressar frænkur í stuði, Þóranna og Björk.

 

 

Þessar eru alltaf góðar saman Stella og Bryndís kátar með hittinginn.

 

 

Þessi eru líka alltaf hress þegar þau hittast.

Sjáið þið þarna flýgur svartur húmor og mikið gaman hjá þeim.

Þórdís og Svenni hafa alltaf gaman.

 

 

Þessi er eins og frændi hans afar ánægður með Dísu og fagnaði henni vel.

Það eru ekki allir sem fá svona Dísuknús.

 

 

Frændurnir góðir saman Svenni og Magnús Hallsson.

 

 

Hallur og Maddý hress og kát með daginn.

 

 

Flottir feðgar á ferð.

 

 

Hjónakornin Arnheiður og Jóhann.

 

 

Þessar mæðgur mættu eldhressar að vanda, voru næstum farnar af stað í fjöruferð.

Það klikkar ekki næsta sumar.

 

 

Það er einhver grallarasvipur á þessum grönnum.

Jóel og Sigríður Jóna í brandarastuði.

 

 

Þóra og Björk brosleitar að vanda.

 

 

Francisko og Elsa alltaf sæt og fín.

 

 

Fjör hjá þessum Ósk, Gréta og Björg í stuði.

 

 

Brá og Lóa ræða málin.

 

 

Gaman hjá þessum.

 

 

Frænkur að spjalla Hrafnhildur Pálsdóttir og Stella.

 

 

Fallegar frænkur að skoða reiðhöllina.

 

 

Frænkur með flottan myndasvip.

 

 

Töffari dagsins í partýi hjá ömmu.

 

 

Lóa og ,,litli,, Hallur.

 

 

Tveir brattir........................hafa sennilega verið að ræða hreindýr, veiði nú eða smalamennskur.

 

 

Þessir hafa sennilega frekar verið að ræða bernskubrek en veiðar.

Frændurnir Mummi og Ragnar .

 

 

Stóra systir og litli bróðir Magnúsarbörn.

 

 

Það var gaman hjá þessum ............... sennilega verið að skipuleggja annað partý.

 

 

Styrmir með afasystur sinni henni Lóu.

 

 

Álfrún og Stella afasystir hennar.

 

 

Halldór og Stella afmælisdama alveg til í að pósa fyrir myndatöku.

 

 

Flottar þessar skvísur, eldhressar og kátar.

 

 

Þessi tvö hér gætu nú rifjað upp heilan helling að góðum sögum úr Hnappadalnum.

Hún kom ung í sveitina hún Bryndís og hefur haldið dásamlegri tryggð við alla hér og ekki síst þau Hlíðarsystkini.

 

Dásamlegur dagur hjá okkur öllum sem náðum að fagna með Stellu afmælisdömu.

Það voru hinsvegar ekki allir sem höfðu tök á því sem að vildu, þeir smella sér bara í kaffi til hennar síðar.

Takk fyrir allir þeir sem að gerðu þennan dag ógleymanlegan.

 

27.09.2021 21:35

Réttarfjörið krakkar !

 

 Skemmtilegir dagar að baki með góðu fólki og skemmtilegum verkefnum.

Leitir, réttir og mikið fjör hefur einkennt síðustu vikurnar með smá dass af kosningafjöri.

Já takk fyrir kæru vinir og ættingjar, þetta hefur verið dásamlegur tími.

Á fyrstu myndinni má sjá Skúla og Ísólf taka ,,lögboðinn,, kaffi/bjórtíma í einni leitinni.

Það var daginn sem appelsínugullt var þemað í klæðaburði.

 

Þessi vaski hópur rauk til fjalla frá Hafurstöðum.

Hvaða her sem er hefði rifnað úr stollti af þessum fersku landgönguliðum.

Og sjáið hvað þau fengu gott veður í byrjun leitar enda eins gott þar sem að hún varð löng.

 

 

Það er ekkert að því að fá svona veður þegar litið er til kinda.

 

 

Hér er hluti þeirra sem riðu til fjalla einn daginn.

Gekk ekki vel að ná þeim saman, samt var samkomulagið bara gott.

Hlynur, Ísólfur, Skúli, Brá og Thelma.

 

 

Þessir kappar hér voru ferskir að vanda enda harðsvírað fjórhjólagengi.

Jón, Steini og Stefán.

 

 

Þessi maður hér ,,tapaði,, af fjórhjólinu en þá var bara að virkja mömmu og gefa í.

Isss hún var líka þetta fína fjórhjóladrif þegar rekið var inn af túninu.

 

 

Það var ekki bara litli sjarmurinn sem fékk sér far með einhverjum hjólfáki. Ó nei.

Ein kindin gáði ekki að sér át bara og tjillaði allt sumarið, gafst svo upp og þurfti far.

Kolli gerðist bílfreyja og hélt henni félagsskap á leiðinni heim afleggjarnn.

 

 

Og fleiri kindur fréttu af þessum lúxus eins og þið sjáið í speglinum.

Brá brá sér í bílfreyjuhlutverkið með Kolla og allir komust hressir heim.

 

 

Harðsvírað lið tilbúið í fjörið.................sundurdráttur og ýmislegt í boði.

 

 

Það var bara gaman hjá þessum köppum.

 

 

Spekingar spjalla....................auðvitað eitthvað mjög gáfulegt.

 

 

Ég nennti ekki að taka myndir af blautu fé en hér kemur samt ein svona uppá grín.

 

 

Fyrst var dregið í Vörðufellsrétt síðan var myndavélin sótt.

Vaskur hópur að loknum sundurdrætti.

Já, já það var fullt af kindum.

 

 

Jóel réttarstjóri og Herdís systir hans voru að sjálfsögðu mynduð.

 

 

Vaskir réttarmenn frá Emmubergi að loknu dagsverki.

 

 

Kátir voru karlar....................

Allt undir kontról hjá þessum Andrés, Jóel og Ólafur taka stöðuna.

 

 

Þessi voru bara mjög hress í Vörðufellsréttinni.

 

 

Allt búið hvar eru kindurnar ???

 

 

Flestir brosa aðrir ekki, enda þarf nú ekki alltaf að vera bros.

 

 

Áhugi sumra á stórum traktorum og fjárvögnum er mjög mikill.

Hér er Atli afi að taka út gripina með nafna sínum.

 

 

Auðvita fengum við flottar skvísur í réttirnar til okkar, hér er hluti af þeim.

 

 

Það þarf nú að jafna sig eftir kjötsúpuna og taka stöðuna í símanum.

 

 

Þessi hér voru kát og alveg til í að pósa fyrir myndavélina já og mig.

 

 

Þessar eru kátar að vanda.

 

 

Hluti af ,,norðan,, smölunum okkar, þeir stóðu sig vel að vanda.

 

 

Stella var að sjálfsögðu mætt og hjálpaði okkur ómetanlega við eldamennskuna.

Hún var nú með hugmynd um að hafa þetta í síðasta skiptið sem að hún eldaði kjötsúpuna.

Þá var hún að miða við að hún verður 80 ára í næsta mánuði og komin tími til að slaka á.

En sem betur fer kvaddi hún okkur með þeim orðum að það gæti nú alveg breyst.

Kannski verður það skvísa á níræðisaldri sem eldar fyrir okkur á næsta ári.

Ræðum það betur í afmælisveislunni .

Takk alveg sérstaklega Stella fyrir alla hjálpina hún er ómetanleg.

 

 

Tja veðrið um réttirnar...................

Það hefur verið fjölbreytt allavega koma fyrsti snjórinn en við fengum líka dásamlega blíðu daga.

 

 

Svona kvöld er t.d alveg að mínu skapi. Bara dásamleg.

 

Enn og aftur kæru vinir takk fyrir alla hjálpina hún er okkur ómetanleg.

Og þið sem að hafið ekki náðst á mynd bíðið bara það kemur að ykkur.

Þetta var bara gaman eins og venjulega hjá okkur hér í Hlíðinni.

 

29.07.2021 21:35

Fjölskyldu sumar.

 

Það var gaman að hittast fagna lífinu, tilverunni og auðvita sumrinu saman með sínu fólki.

Já við fegnum bara þokkalegt veður, meira að segja í tvo daga.

Tilefnið var að margir í fjölskyldunni voru komnir með útilegu æði og þá verður að gera eitthvað í því.

Svo var auðvita líka sjálfsagt að fagna með litla bóndanum sem varð tveggja ára um þetta leiti.

 

 

Gaman að æsa frænkurnar aðeins upp og hafa fjör.

 

 

Þessi unga dama var að kanna heygæðin hjá bændum hér í Hlíðinni.

 

 

Það fórst eitthvað fyrir að taka systkynamynd með öllum í einu en það verður að vera í forgangin næst.

Þessi tvö tóku að sér fyrirsætustörfin fyrir hönd hinna. Þetta eru litlu mín Hrafnhildur og Ragnar.

 

 

Feðgar í stuði enda fullt tilefni til.

 

 

Fótboltadaman að taka markspyrnu.

 

 

Þarna er stjórn grallarafélagsins mætt á svæðið..........sennilega fundur á döfinni.

 
 

 

Það er töff að verða tveggja og pósa með mömmu og pabba.

 

 

Þessi voru hress eins og alltaf spurning hvort þau krefjist inngöngu í grallarafélagið ?

 

 

Það hefur ekki alltaf verið hægt að sóla sig í sumar en þarna var það gott.

 

 

Mæðgur og aðrar mæðgur.

 

 

 

Svo eru það systur, Stella og Halldís mættu að sjálfsögðu.

 

 

Útilegu fínar þessar tvær.

 

 

Og ekki síður þessar mæðgur sem voru eldhressar.

 

 

Frænkuknús er æði svo það er um að gera að nota það þegar það má.

Svandís og Stella kátar með hittinginn.

 

 

Systur bíða eftir að veislan hefjist.

 

 

Flott feðgin í útileguskapi.

 

 

Auðvitað náði svo fjörið alla leið á Brákarhlíð en Lóa og Svenni fengu þessa fínu heimsókn.

Það skal tekið fram að þessi hittingur var á meðan allt var í lagi með covidfjandann.

 

 

Fannar er auðvita einn sá mikilvægasti í fjölskyldunni og fær alltaf dekur og knús.

 

 

Hann er mjög mikið myndaður og eftirsóttur ,,selfí,, hestur.

 

 

Sverrir Haukur tók auðvitað reiðtúr á kappanum.

 

 

Og fyrirsætustörfin halda áfram hjá Fannari og félögum.

 

 

Sjáið þið hvað hann er kátur með þetta allt saman ? Hann veit að hann er aðal.

 

 

Þeir eru ekki allir háir í loftinu knaparnir á Fannari.

Svipurinn segir allt sem þarf.

 

  • 1