19.04.2020 21:31

Hversdags...........er gott.

 

Hér í Hlíðinni gegnur lífið sinn vana gang með tamningum, þjálfun og öðru hversdagslegu stússi.

Já hversdagsleikinn er bara fínn og við í sveitinni upplifum þessa skrítnu tíma sennilega allt öðruvísi en aðrir.

Við höldum okkar striki gefum kindum (sauðburðarhlé um þessar mundir) og vinnum í tamningum og þjálfun  allan daginn.

Það er í raun og veru allt eins og venjulega nema það koma engir gestir og við förum lítið sem ekkert af bæ.

Auðvitað fylgjumst við vel með öllum fréttum og vonum það besta eins og allir aðrir. 

En stóri munurinn er að við höfum nóg að gera og getum ferðast aðeins meira daglega en bara innan húss.

Við getum farið í reiðtúr, labbað eða bara hvað sem er sem okkur dettur í hug hér heima í Hlíðinni.

Það er nefninlega þannig að hversdagsleikinn er stórlega vanmetinn upplifun.

Þar sem að vinnan er áhugamál og áhugamálið vinnan þar er gaman. 

Við erum með drjúgan hóp af hrossum í tamningu og þjálfun bæði frá okkur og öðrum.

Það er alltaf jafn spennandi að spá í efnilegum hrossum, hvernig þau koma út í tamningu og hvernig þau þróast.

Koma þau til með að hæfa því hlutverki sem þeim er ætlað ? Það er ætíð stóra spurningin.

Eins er gaman að spá í ætterni og einnig að kynnast gripum undan misunandi hrossum.

Þennan vetur höfum við verið einstaklega heppin með skemmtileg hross á öllum tamningastigum.

Bara svona fyrir þá sem eru á sama áhugasviði þá erum við að vinna með m.a. hross undan eftirtöldum hestum:

Skýr frá Skálakoti, Loka frá Selfossi, Spuna frá Vestukoti, Arion frá Eystra Fróðholti, Konsert frá Hofi, Ölnir frá Akranesi, Álfarni frá Syðri Gegnsihólum, Blæ frá Torfunesi, Ási Eyfjörð, Þyt frá Neðra Seli, Gaumi frá Aðsholtshjáleigu, Auði frá Lundum, Ramma frá Búlandi, Aðli frá Nýja Bæ, Þyt frá Skáney, Sóloni frá Skáney og Aldri frá Brautarholti.

Bara svo að eitthvað sé nefnt.

Hvað er uppáhalds ?? Það getur nú breyst dag frá degi og eins hvern ætlar þú að spyrja ??

Við erum jú fjögur að ríða út.

Gott veður, góður hestur, góður félagsskapur...................hvað er betra til að gleyma veiruvesininu ?

Já við höfum það gott í sveitinni.

Á meðfylgjandi mynd er augað hans Kafteins Ölnirs og Skútusonar, myndina tók vinkona okkar Christine Slawik.

Þetta auga er vörumerkið hans fullt af trausti, heiðarleika og ánægju. 

Já Kafteinn er uppáhalds.

 

 

 

13.04.2020 21:44

Vorið.

 

Vorið er komið, já ég er alveg viss það er komið og vorið verður alveg ljómandi gott.

Kannski er þetta óskhyggja en það er allt í lagi því að þetta er óskhyggja sem gefur vellíðan.

 

Álftirnar flugu hér yfir í gær, ísinn er byrjaður að hörfa af vatninu og fyrstu lömbin fædd.

Já fyrstu lömbin voru snemma á ferðinni þetta árið en það var aldeilis ekki á dagskránni.

Fjórtán ær bornar og 33 lömb fædd nú í byrjun apríl. 

Það er óthætt að segja að frjálsar ástir hafi blómstrað hér sem aldrei fyrr og frjósemin í meira lagi á þessum tíma.

Húsfreyjan sem jafnan fagnar fyrstu lömbum hvers árs er alveg saklaus af því að hafa haft eitthvað með þetta að gera.

Sönnun þess er augljós.............. af þessum 33 lömbum er ekkert mislitt. Það er ekki í anda freyjunnar.

Seinni hálfleikur sauðburðar hér á bæ hefst svo viku af maí og þá verður vonandi komið enn betra vor.

Flestir sauðfjárbændur hafa hægt um sig og halda sig heima við enda ekkert grín að fá óboðna veirusýkingu um sauðburðinn.

 

Páskarnir  hér voru afar ólíkir því sem verið hafa í a.m.k hálfa öld hér í Hlíðinni.

Fámennt, engir gestir og frekar lítið um að vera fyrir utan daglegt stúss.

Hér hefur alltaf verið hátíð stórfjölskyldunnar, gestagangur og mikið fjör.

Síðustu ár hafa litlir páskagestir kvartað sáran vegna þess að engin lömb hafa verið fædd.

Núna var hinsvegar líf og fjör í fjárhúsunum en litlu gestirnir fjærri góðu gamni.

 

En allir höfðu það gott og nutu lífsins þrátt fyrir allt.

 

Á meðfylgjandi mynd er hann Spaði Gosason að njóta fyrstu vorvindanna.

 

 

03.04.2020 23:04

Heppni Hellir.

 

Það eru ekki allir dagar eins í sveitinni, ónei ekki aldeilis...................

Suma daga glymja setningar eins og ,, mörg er búmanns raunin,,  í kollinum.

Og það ekki að ástæðulausu.

Á fallegum degi sem bauð uppá blíðu og rólegheita veður var tekið eftirlits drónaflug um nágrennið.

Leiðindaveður hafði verið í nokkra daga með roki og snjókomu, veðri sem allir fá leið á bæði skeppnur og menn.

Kom þá í ljós dökkur díll sem ekki passaði við landslagið, við nánari skoðun kom í ljós að hestur hafið farið sér að voða.

Þegar þetta vonda veður hafði gengið yfir var órói í hrossunum og þau farið að þvælast þar sem ekki er heppilegt að vera á ferðinni undir svona kringumstæðum.

Djúpur skurður á svæði sem að hrossi ekki þekkja er stór hættulegur undir þessum kringumstæðum. 

Saklaus snjóbreiða með holrúmi undir sem ekki heldur hesti, hvað þá hesti í töluverðri yfirvigt.

Það var að sjálfsögðu rokið af stað og  kannað hvað hægt væri að gera í stöðunni.

Þegar á staðinn var komið kom í ljós að þetta var hann Hellir stór og stæðilegur geldingur.

Ekki litu fyrstu fréttir vel út og tvísýnt um að hesturinn næðist á lífi úr þessum hremmingum.

 

 

Hellir var alveg við það að gefast upp og leit hreint ekki út fyrir að lifa þetta af.

Gaf frá sér horkennileg hljóð og virtist alveg bugðaður, skorðaður í snjónum með rennandi vatn undir fótum.

 

 

Holan var ansi djúp og alveg greinilegt að hann hefði ekki komist upp af sjálfsdáðu.

Eins og sést á þessari mynd hafði hann brotist um og reynt að hafa sig uppúr holunni.

 

 

Það er alltaf dásamlegt að eiga góða nágranna og ekki síst þegar eitthvað svona gerist.

Hraunholtabændur voru fljótir að bregðast við og koma okkur til hjálpar.

Takk Sigga og Ásberg fyrir skjót viðbrögð og alla aðstoðina.

 

 

Strappar og bönd voru sett undir Hellir til að traktorinn gæti hjálpað til við að hífa hann upp.

 

 

Lífsþrótturinn var heldur lítill á þessari stundu og ekki alveg ljóst hvernig ástandið á hestinum væri.

 

 

Þarna er kappinn kominn á loft og allt gengur vel en það er alveg ljóst að það veitti ekki af hestöflunum í Claas.

 

 

Holan er ljót og niðri í henni rennur vatn sem hefur nú ekki gert dvölina þarna neitt betri.

 

 

Þarna er Hellir kominn uppúr og alveg ótrúlega hress en með sár á báðum afturfótum.

Já hann hefur heldur betur tekið á því við það að reyna komasta upp af sjálfsdáðum.

Skúli teymdi hann heim í hesthús sem er dágóður spölur, þar var honum hjúkrað og haft sambandi við Tryggva dýralæknir.

Eftir meðhöndlun og dekur í nokkra daga var Hellir orðinn samur á ný. Sárin alveg grónin og hann allur að jafna sig eftir hrakfarirnar.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað gerst hefði ef að Hellir hefði ekki fundist og verið þarna eina nótt í viðbót.

Nóttina eftir gerði rok, snjókomu og sliddu sem klárlega hefðu verið bannvæn fyrir hest í þessum aðstæðum.

Já hann Hellir var ljónheppinn það er alveg ljóst.

Nú nýtur hann lífsins inní hesthúsi og undirbýr sig fyrir komandi verkefni sem úrvals reiðhestur með magnaða lífsreynslu.

Hellir heppni er hestur dagsins.

Húrra fyrir Helli.

 

 

 

03.04.2020 21:47

Tæknin gerir gott.

 

Það er skrítnir tímar sem við lifum og ótal margt sem hefur breyst á örstuttum tíma.

Margt sem var sjálfsagt fyrir svona fjórum vikum er ekki í boði í dag.

Við höfum t.d ekki getað heimsótt hann Sveinbjörn frænda okkar en hann dvelur nú á Brákarhlíð í Borgarnesi.

Eins og á öðrum hjúkrunar og dvalarheimilum er heimsóknarbann.

Þó svo að það sé erfitt fyrir alla að geta ekki hitt fólkið sitt þá er þetta nauðsynlegt til að vernda heimilisfólk og starfsmenn.

Sveinbjörn tekur þessu með miklu æðruleysi heyrir bara reglulega í okkur í síma og fær stöðuna á búskapnum.

Já og fréttir af litla frænda sínum sem er í miklu uppáhaldi ,,hvað er að frétta af stráksa,, ? spyr hann gjarnan.

Það var því vel við hæfi að það væri litli frændinn sem að hann helst vildi sjá og heyra í þegar honum var boðið að nýta tæknina og hringja á skype.

Kvenfélag Hálsasveitar gaf nýlega spjaldtölvur til að íbúar á Brákarhlíð gætu haft möguleika á að sjá og heyra í sínum nánustu í samkomubanninu.

Það þarf ekki að fjölyrða um það að  þetta hefur svo sannarlega slegið í gegn og gefið margar ánægju stundir.

 

 

Dömurnar á Brákarhlíð aðstoðuðu Sveinbjörn við að ná sambandi við okkur hér í Hlíðinni.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þá feðga spjalla við frændann og skemmta honum.

Sá litli var nývaknaður og til í allt þegar hringingin kom, fór á kostum og gerði allar kúnstir sem hann kunni.

Sveinbjörn var steinhissa á þessari ofur tækni og mjög kátur með að geta spjallað við okkur í mynd.

Já og meira segja tekið úr snjóalög og fleira hér í kring.

 

 

Það er mikils virði að vita að vel er hugsað um fólkið sitt á svona tímum.

Þessi hringing var gleðileg ekki bara fyrir hann Sveinbjörn sem að við heyrum í flesta daga heldur okkur öll.

Mikið reynir á alla undir þeim kringumstæðum sem nú eru og ekki síst starfsfólk á dvalar og hjúkrunarheimilum.

Þá er svo mikilvægt að geta gert sem flest sem léttir lund og auðveldar fólki lífið.

Takk Kvenfélag Hálsasveitar, takk starfsfólk Brákarhlíðar þið eruð ómetanleg.

27.03.2020 22:41

Lífið í fjallinu.

 

Það er gott líf og frekar áhyggjulaust að vera hestur í fjallinu þegar vel viðrar og sólin skín.

Þá er biðin eftir kallinum með rúllurnar leikur einn og sjálfsagt að éta í rólegheitunum.

En svo getur það verið sannarlega erfitt og leiðinlegt þegar veður eru válind og stormurinn lætur ófriðlega.

Þau voru býsna ánægð með góða verðið þessi hross og notuðu daginn til að gera upp sakir og bregða á leik.

Þessar skemmtilegu myndir tók hún Natalie Lehmler okkar sem var hjá okkur um tíma.

Stelpan er góður ljósmyndari og upprennandi gafískur hönnuður. Takk fyrir myndirnar.

Á fyrstu myndinni er tvö í djörfum dansi þau Vandséð og Einstakur.

Takið sérstaklega eftir þessu góða afturfótaspori hjá henni Vandséð, þetta kallar maður alvöru sjálfsvörn.

 

 

Sumir fá sér desert eftir vel heppnaða máltíð en aðrir bara smá slagsmál.

 

 

Ég tengi alveg við þessa stellingu eftir matinn...........þessi hefur fengið sér aftur á diskinn.

 

 

Þessi mynd táknar svo ekki verður um villst að vorið er handan við hornið.

Fjöllin eru vetrarleg og kuldinn við völd en sjáið þið bara hann Sólstaf minn hann gefur lífinu lit og er sannkallaður vorboði.

Hann kom með vorið þegar hann fæddist og núna sendir hann skilaboð úr grámyglunni um að vorið sér rétt ókomið.

Laufey húsfreyja á Stakkhamri sagði líka frá því á fésbókinni í dag að tjaldurinn væri kominn í lækinn.

Við getum ekki efast lengur vorið er alveg að koma.

23.03.2020 20:12

Dásamlegur gleðigjafi.

 

Þessi litli kútur klæddi sig upp og var í hlutverki fyrirsætu í dag. Held að hann kunni bara vel við nýja starfið.

Hann var svo heppinn að fá Stellupeysu í jólagjöf og átti alltaf eftir að senda Stellu langömmusystur sinni myndir.

Svo fær hún að sjálfsögðu alvöru hestamynd síðar.

Stellupeysu þurfa allir hestamenn að eiga og um að gera að skapa Stellu næg verkefni á meðan hún situr heima og bíður eftir að herleg heitin ganga yfir.

Auðvita smella menn svo upp viðeigandi höfuðfati sem hæfir bændum, hestamönnum eða heimsborgurum.

 

 

Það er upplagt að hafa alvöru vestfirska sauðagæru í bakgrunn þegar vel á til að takast.

 

 

Svolítið búralegur á þessari mynd.

 

 

,Á ég að vera svona amma myndatakari,, ????

 

 

 

Auðvita notar maður armana á svona stól.

 

 

Þau reyna á fyrirsætustörfin.

 

 

Æi........... ertu ekki að verða búin að taka nóg af myndum ??? 

 

20.03.2020 18:28

Bara hasar.............

 

 

 

Það var líkast því að tómur sturtuvagn brunaði um Heydalsveginn með tilheyrandi ,,trommuslætti,,

Holurnar svo djúpar að járnaglamrið var þannig að sennilega yrði vagninn ekki í heilulagi þegar heim yrði komið.

Það gat samt ekki passað núna því það er rok og rigning en þegar ég leit upp sá ég hvað var í gangi.

Verð nú að viðurkenna að frúnni brá aðeins þar sem hún sat niðursokkin í bókhaldsvinnu.

 

 

Krapaflóð spýttist niður með skruðningi og látum þetta gerðist mjög hratt.

Fyrsta hugsunin var girðingin en hún slapp með skrekkinn.

 

 

Það er búið að rigna með látum í dag og þetta er greinilega afraksturinn.

 

 

Slatti af grjóti fylgdi með og hefur sennilega búið til þennan mikla skruðning.

 

 

Vonandi að það fari ekki að skríða neitt flóð fram úr Bæjarganginum en hann er fullur af snjó.

Já það eru leysingar allavega í nokkra klukkutíma.

01.03.2020 19:59

Blússandi færi krakkar...........

 

 

Það hefur sennilega ekki farið framhjá ykkur að stundum hefur tíðin verið leiðinleg í vetur.

En svo hafa líka komið afbragðsdagar með blíðu og huggulegheitum.............uuu allavega nokkrir.

Einn svoleiðis dagpart var rykið dustað af myndavélinni og stokkið út og smellt af nokkrum myndum.

Þetta er hún Hjaltalín frá Hallkelsstaðahlíð sem er undan Álfarni frá Syðri Gegnishólum og Skútu frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Hjaltalín er skemmtileg hryssa sem er í uppáhaldi bæði hjá eigandanum og öðrum sem kynnast henni.

 

 

Hér er hann Dúr frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Konsert frá Hofi og móðir Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð.

Snekkja móðir hans er systir hennar Hjaltalínar en þær eru báðar undan Skútu Adamsdóttur.

Skemmtilegur karater og hvers manns hugljúfi.

 

 

Á þessari mynd er hann að spara skeifurnar með alla fætur á lofti.

 

 
Já það er upplagt að nota færið.

 

 

Hann hefur nóg af faxi og sannarlega ljóshærður sjarmur.

Það fer vel á með þessum köppum alla daga bæði úti og inni.

 

 

Kátur Auðsson og Karúnar er rétt að komast í trimm, hann ætti að vera eins og 90% þjóðarinnar alltaf í megrun.

 

 

Það er samt kraftur í kallinum og ekki langt að bíða að hann verði kominn í enn meira stuð.

 

 

Var allavega kátur með sig í blíðunni.

 

 

Hann er vel að sér í veðurfræðum og taldi því vænlegast að drífa sig heim.

 

 

Það kom líka á daginn að lognið var ekki að stoppa lengur en það þurfti.

En það þarf nú ekki að vera að myndatöku veður standi lengi yfir þessa dagana.

Þarna byrjaði að skafa enn einu sinni...............framhald síðar.

 

25.02.2020 10:04

Dagurinn hennar mömmu og afmælisgjöfin 2020

 

 

Það er dagurinn hennar mömmu í dag en hún hefði orðið 77 ára hefði hún fengið að vera lengur með okkur.

Minningar ylja en það sannast alltaf betur og betur þegar árin líða að þeir sem hafa mest áhrif á mann í lífinu fylgja manni um ókomna tíð.

Eins og alla daga hugsa ég til hennar en í morgun var sérstaklega létt yfir þegar ég áttaði mig á því hvaða dagur er í dag.

Já hún hefið nú aldeilis verið kát með það að eiga afmæli á sprengidaginn. Saltkjör og baunir voru eitt það besta sem hún gat hugsað sér.

Eldaði gjarnan í stórum potti og vildi hafa sem flesta í mat þegar sprengidags lostætið var á boðstólnum.

Við mæðgur höldum örugglega daginn hátíðlegan hvor með sínum hætti.

Mamma var mikil fjölskyldumanneskja og vissi fátt betra en vera meðal sinna. Börn, barnabörn og fjölskylda voru algjörlega númer eitt í hennar huga. 

Við nutum svo sannarlega góðs af því og vorum dekruð og dáð sem er eitt það besta sem hægt er að fá.

Já því dekur í hennar huga var aldeilis ekki að æða áfram lífsins veg og taka bara það besta.

Virðing, hlýja og gleði voru bestu vinkonu hennar. Að kunna að haga sér var afar mikilvægt.

Ég get endalaust rifjað upp setninguna ,,það á ekki að skamma börn það á að tala við þau,, sanngjarnt og árangusríkt.

Heilræði sem er gulli betra.

Stóran hluta ævi sinnar vann mamma við að passa börn ekki bara okkur börnin sín heldur fjöldan allan af börnum á leikskólum og gæsluvöllum.

Eins og flestir vita þá eru ekki há laun í boði fyrir ófaglærða starfkrafta í þessum geira. 

Þrátt fyrir að þetta fólk sé að vinna með það sem flestum er allra kærast ,blessuðu litlu börnin. 

Undanfarnar vikur hef ég fylgst með kjarabaráttu Eflingar og hugsað í því sambandi til mömmu.

Hún eins og þetta fólk stóð vaktina og lagði hart að sér til þess að öllum börnunum gæti liðið sem best.

Þessir starfsmenn fara ekki í skjól þeirra er framlínan allan daginn.

Með hækkandi launum kemur meira svigrúm. Svigrúm sem nýtist þeim sem blessunarlega hafa haft tök á að mennta sig. 

Svigrúm til að ná andanum þegar álagið er mikið, draga sig í hlé, fara afsíðis til að skipuleggja og gera skýrslur.

Þetta er ekki í boði fyrir þá sem í framlínunni starfa. Börnin hafa hátt, eru uppátækjasöm og sum ódæl jafnvel takast á og láta hafa mikið fyrir sér.

Framlínan stendur sína pligt og gerir það allan vinnutímann. 

Ég er ekki að halla á neinn en bendi samt á að þeir sem starfa líkt og mamma gerði eru raunverulega framlínufólk.

 

Afmælisgjafir geta verið allskonar.

Mín afmælisgjöf til minnar elskulegu móður að þessu sinni er þakklæti, virðing og gleði fyrir allt sem var.

Það er því með stolti sem ég í minningu mömmu minnar sendi Eflingarfólki baráttukveðjur. 

Það er alveg kominn tími til að ykkar verk verði metin.

 

 

24.02.2020 19:06

Það er töff að verða 90 ára.

Þann 3 febrúar síðast liðinn varð hún Lóa móðursystir mín 90 ára.

Hún var heima hjá sér í tilefni dagsins og tók á móti þeim sem litu við hjá henni.

Lóa er ótrúleg kona prjónar, les og gerir ótrúlegustu hluti þó svo að tugirnir séu komnir níu.

Það sem Lóa kann best að meta um þessar mundir er að fá gesti og símtöl frá ættingjum og vinum.

Hér með koma nokkrar myndir sem teknar voru þá þrjá daga sem hún tók á móti gestum.

Já segið svo að þetta hafi ekki verið alvöru veisla næstum eins og brúðkaupin í gamla daga.

 

 

Þessar systur voru mættar til að fagna með Lóu, Stella, Halldís og Maddý.

 

 

Sveinbjörn fékk einkaakstur frá Brákarhlíð og vestur en uppáhalds vinkona hans og fjölskylda tóku hann með.

Þarna er hann með afmælisbarninu og Jóel á Bíldhóli.

 

 

 

Það er svolítill aldursmunur á þessum frænkum enda eru Lóa langafasystir Söndru Fanneyjar.

 

 

Altli Lárus splæsir knúsi á afmælisdömuna sem kann vel að meta það.

 

 

Og svo er að pósa smá með henni líka.

 

 

Guðbrandur á Staðarhrauni og Sæunn á Steinum mættu líka í afmælið.

 

 

Sauðfjárbændur úr Álfkonuhvarfinu létu sig ekki vanta í veisluna.

 

 

,,Litli,, Hallur með nokkrum af sínum afkomendum.

 

 

Jóel og Sigríður húsfreyja í Hraunholtum klár í myndatökuna.

 

 

Þarna eru þau örugglega farin að ræða smalamennskur nú eða hestaferðir.

 

 

Skáneyjarmæðgur hressar að vanda.

 

 

Hér er það gestabókin.................................. eins gott að hafa allt á hreinu.

 

 

Málin rædd.............. Hrannar , Björg og Randi að ræða eitthvað gáfulegt.

 

 

Stofufjör.

 

 

Þessir tveir hafa alltaf um eitthvað að spjalla.

Sigurður í Hraunholtum og Sveinbjörn ræða stöðuna.

 

 

Og hún er greinilega bara góð.................. kátir kallarnir.

 

 

Þessar tvær frænkur eru góðar saman.

 

 

 

Líka þessar tvær.

 

 

Svo maður tali nú ekki um þessar tvær.

 

 

Nágrannar í fjöldamörg ár Sigríður Jóna og Anna Júlía en það er fullt nafn hjá henni Lóu.

 

 

Þessar eru góðar saman og hafa margt brallað, já og spjalla saman vikulega í síma.

Það er nauðsynlegt að fylgjast með og taka stöðuna reglulega.

 

 

Þessar tvær voru kátar og hressar að vanda Halldís og Sigríður Jóna.

 

 

 

Sveinbjörn og Jóel hugsi að hlusta á taumleusa speki.................

 

 

Þessi tvö eru alltaf í stuði.

 

 

Stella og Sara Margrét að ræða máin.

 

 

Þessir tveir náðu vel saman og höfðu um margt að spjalla.

 

 

Hér eru þeir sennilega að ræða smalamennskur................... og skipuleggja þær.

 

 

Frændurnir Ragnar og Mummi að æsa barnahópinn. 

Það tókst alveg.

 

 

Við frænkur að undirbúa okkur fyrir ferð í hesthúsið.

Þar er fínnt að vera finnst okkur Svandísi Sif.

 

 

Frændur í stuði Atli Lárus og Ragnar ömmubróðir.

 

 

Það fer alltaf vel á með þessum stelpum þegar þær hittast.

 

 

Albert á Heggstöðum og Atli Lárus eru afbragðs grannar.

 

 

Það var mikið spjallað og hlegið enda ekki 90 ára afmæli á hverjum degi.

 

 

Hjónin í Haukatungu mættu til að fagna með afmælisbarninu.

 

 

Málin rædd.

 

 

Þessi tvö deila afmælisdegi en hann er ekki fyrr en í febrúar.

Maddý og Magnús en hún er afasystir hans.

 

 

18.02.2020 23:03

Smalahundahittingur með Svani og Gísla.

 

Það var góð mæting  á þriðja námskeiðið eða smalahundahittinginn hér í Hlíðinni.

Svanur í Dalsmynni og Gísli í Mýrdal mættu sem fyrrr og skóluðu hunda og menn eftir bestu getu.

Það er alveg ljóst að hundarnir sýna miklar framfarir, já og jafnvel eigendurnir líka.

Kennslan er góð hundarnir efnilegir og eigendurnir reyna sitt besta svo þetta er allt á beinu brautinni.

Við fengum hann Guðbrand á Skörðum til að sónarskoða gemlingana hjá okkur til þess að geta verið eingöngu með gelda gemlinga í smalahlutverkinu.

Við rétt náðum í hóp til þessa að dekka námskeiðið en það var lúxusvandamál þar sem að frjósemi gemlinganna er góð þetta árið.

Já það er alveg nóg fyrir okkur að fá 1.3 lömb á hvern gemling.

 

 

Þarna er Svanur að segja einum ungum og efnilegum hundatemjara frá Kálfalæk til.

 

 

Þóra í Ystu Görðum mætti með sinn hund þarna eru hún og Gísli að taka æfingu.

 

 

Hún Vaka litla heimalingur hefur fegnið það hlutverk eins og nokkrar vinkonur hennar að vera ,,smalakind,,

Vaka tekur hlutverkið mjög alvegarlega og leggur sig mikið fram.

Hún treystir Gísla algjörlega fyrir lífi sínu og elltir hann eins og útlærð kind.

Ég held jafnvel að hún sé byrjuð að læra línudans.................. sjáið þið sporin.

 

 

Og þarna er þau enn að æfa spor og takt alveg eins og í línudansinum.

 

 

Svanur segir Vöku og vinum hennar allan sannleikann um smalahunda.

 

 

Það er oft kátt á bekknum..................

 

 

Tilþrifin á gólfinu er oft á tíðum stórbrotin...............

,,Náð sé með yður og friður ,,

..............kæri fjárhópur.

Séra Sigfús er alveg með þetta á hreinu.

 

 

Kaffispjall við strákana á Kálfalæk.

 

 

Gísli og Halldóra í Rauðanesi einbeitt.

 

 

Þarna erum við næstum komin í leit í Borgarhrepp.

Samvinna í fullum gangi Heiða Dís og Halldóra senda hópinn á milli sín undir stjórn Gísla.

 

 

Svanur miðlar til hópsins og allir hlusta með andakt.

 

 

Magnús á Snorrastöðum æfir sig og hundinn.

 

 

Þessir tveir komu frá Lækjarbug.

 

 

Hópurinn drekkur í sig fróðleikinn.

 

 

Þessir voru hressir að vanda Viðar sauðfjárbóndi í Búðardal og nágreni og síðan Styrmir bóndi í Gufuldal.

 

 

 

Svanur og Ísólfur taka létta æfingu.

Þess má að lokum geta að þeir sem hafa áhuga á að mæta á smalahundahittinginn sem haldinn er hér öll þriðjudagskvöld geta verið í sambandi við okkur.

Einnig fer skráning fram á fésbókarsíðu sem heitir Smalahundakvöld  í Hallkelsstaðahlíð með Svani og Gísla.

Opnað verður fyrir skráningu seinni partinn á morgun.

Hlökkum til að sjá ykkur.

08.02.2020 22:00

Þorrablót í Lindartungu árið 2020.

 

Árlegt þorrablót UMF Eldborgar í gamla Kolbeinsstaðahreppi var haldið í Lindartungu.

Eins og alltaf var þetta afar vel heppnuð skemmtun og allir viðstaddir sammála um að skemmta sér og öðrum vel.

Já og auðvitað fallega líka. Maturinn var góður og fyrir þá sem elska súrmat var þetta snildar veisla.

Bændur, frændur, búalið og vinir úr Hlíðinni áttu aldeilis góðar stundir.

Meðfylgjandi mynd af okkur systkinabörnum segir allt sem segja þarf.

 

 

Við reyndum ýmsar frægar uppstillingar.......................

 

 

.......................en sumir bara réðu ekki við þær.

 

 

Skvísurnar Björg, Þóranna og Hildur bíða spenntar eftir hákarlinum.

 

 

Borðfélagarnir voru ekki af verri endanum Loftur, Jón, Magnús Már, Magnús, Þóra, Hallur, Hjörtur og Kolbeinn.

 

 

Þessi voru alveg til í pós.........................

 

 

Þóra og Hallur Magnúsarbörn.

 

 

Kall og kelling í Hlíðinni kát með fullt af góðu fólki.

 

 

Árleg þorrablótsmynd af þessum.

Síðasta þorrablótsmyndin af Hrannari fyrir fimmtugt. Hahahahha.

 

 

Þeir geta ekki beðið lengur eftir matnum....................... glor soltnir strákarnir.

Kolbeinn og Hjörtur í stuði.

 

 

Skemmtiatriðin voru snild eins og oft áður, þessi góði hópur stóð sig vel í að skemmta okkur.

Frumsýnd var myndin Gefið á garðann sem er klárlega stórmyndin í ár.

Fær örugglega tilnefningu til Óskarsverðlauna.

Framleiðendur eru Arnar og Elísabet í Haukatungu auk þeirra áttu stórleik nokkrir valinkunnir sveitaleikarar.

F.v Guðrún Sara, Guðdís, Jakob Arnar, Mummi, Elísabet, Þráinn, Jóhannes og leikstjórinn Arnar Ásbjörnsson.

Einn af aðal leikurunum var ekki mættur á blótið en hann átti eins og nokkur undanfarin ár algjöran stórleik.

Arnþór Lárusson í Haukatungu, nú með enn fleiri hlutverk sem slógu í gegn.

Takk fyrir að gera þetta svona vel og fagmannlega.

 

 

Spekingar spjalla gæti þessi mynd hugsanlega heitið nú eða  ,,þungu fargi létt af,, ....................

 

 

Lárus Hannesson var veislustjóri og hér er hann að taka við embættinu.

 

 

Brá og Hrannar bíða spennt eftir því að maturinn verði tilbúinn.

 

 

Þórður og Albert taka stöðuna svona á milli dansa.

 

 

K.B drengirnir voru kátir að vanda og hafa örugglega rakað inn viðskiptum á blótinu.

 

 

Það væri nú bara ekki þorrablót ef að þessi mættu ekki.

Hress og kát að vanda.

 

 

Strákarnir hressir og alveg til í myndatöku.

 

 

Þröngt mega sáttir sitja enda er það partur af stemmingunni og allir kátir.

 

 

Það eru ekki allir vanir þorramat en þá er bara að prófa.............og njóta.

 

 

Þessi litli kútur á nokkur ár í að komast á þorrablót en hann naut sín bara heima með ömmu og afa.

Alltaf stuð í sveitinni.

 

04.02.2020 20:58

Námskeið með Jakobi Svavari.

 

Við hér í Hlíðinni áttum hreint frábæra daga þegar Jakob Svavar kom til okkar og hélt námskeið.

Eins og við var að búast var námskeiðið bæði afar gagnlegt og ekki síður  skemmtilegt.

Við höfum flest farið áður í reiðtíma hjá Jakobi og höfum alltaf verið mjög ánægð með kennsluna hjá honum.

Það er snild að fá góða tilsögn með hóp af hrossum á mismunandi tamningastigum.

Mikið var spáð og spekulegrað bæði í hestum og knöpum. Nú er bara að halda áfram og nýta það sem við lærðum.

Fyrsta myndin er af Brá og Trillu Gaums og Skútudóttir sem nutu leiðsagnar Jakobs.

 

 

Mummi og Kafteinn æfa af innlifun.

Kafteinn Ölnirs og Skútuson.

 

 

Spáð í spilin.................

 

 

Og sporin æfð..........................Skúli og brúnn frúarinnar.

Jakob, Skúli og Leikur Spuna og Karúnarsonur.

 

 

Leggja sig fram.........................

 

 

 

Það var líka mjög gaman á ,,bekknum,, þessir kappar alveg í stuði.

 

 

 

Sá litli að hugsa um það hvaða afkvæmi Skýrs frá Skálakoti hann eigi að taka með í næsta reiðtíma.

Uuuuu sníkja ömmu Skýrs hún á jú tvö.........................nú eða hertaka pabbajörp ???

 

 

Issss við Ísólfur finnum eitthvað útúr því og mætum galvaskir og vel ríðandi á næsta námskeið.

 

 

Ísólfur og Jakob taka stöðuna.

 

 

,,Á ég að hafa hana bara fyrir aftan mig,, ? 

...............eða hvað ????

 

 

Við Auðséð Sporðs og Karúnardóttir ræðum við meistarann.............

 

 

....................og reynum að meðtaka fræðin.

 

 

Auðséð orðin leið á að bíða frekari fyrirmæla.

,,Komdu þér á bak kelling og hættu þessu bulli ég verð ekki Gloría frá Skúfslæk á einum degi ,,  

 

 

Hér eru Mummi og Dúr að æfa bylgjur í faxi, hlýtur að vera auka prik fyrir það.

Dúr Konserts og Snekkjuson.

 

 

 

Þessir voru einbeittir á bekknum og greinilega eitthvað merkilegt að gerast.

Frábært námskeið.

Takk fyrir okkur Jakob erum strax farin að hlakka til næsta námskeiðs hjá þér hvenær sem það nú verður.

 

 

26.01.2020 22:31

Hundarnir rokka

 

 

Það var líf og fjör þegar Smalahundafélag Snæfellsness og Hnappadals í samstarfi við bændur hér í Hlíðinni stóðu fyrir smalahundanámskeiði.

Námskeiðið fór fram s.l laugardag og heppnaðist afar vel.

Kennarar voru Svanur Guðmundsson í Dalsmynni og Gísli Þórðarson í Mýrdal.

Nemendur komu víða að enda áhugi á smalahundaþjálfun og tamningum mikill.

Á meðfylgjandi myndum fáið þið smá innsýn í fjörið.

Fram kom hugmynd um námskeið sem ætlað er að verði að veruleika síðar í vetur. 

Stofnaður hefur verið hópur á fésbókinni með  þeim þátttakendum sem voru á námskeiðinu.

Hópurinn heitir Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð með Svani og Gísla.

Áhugasamir hundaeigandur eru velkomnir í hópinn. Þeir sem að eru ekki á fésbókinni geta að sjálfsögðu haft samband við okkur í síma.

Við stefnum á að byrja vonandi í febrúar þegar búið er að sónarskoða gemlingana hérna.
Það verða 8 pláss hvert þriðjudagskvöld milli kl 19:00-21:00 og reynum við að deila þeim bróðulega á milli okkar.
Þið megið endilega deila þessum hópi og bjóða þeim sem þið teljið að hafi áhuga á að taka þátt í þessu með okkur í hópinn.
Plássið kostar 5000kr og verður skráningargjald að vera greitt til að tryggja sér plássið.
Við munum opna fyrir skráningu um leið og við vitum hvenær við getum byrjað gamanið.

 

 

Á þessari mynd vantar einn....................

 

 

Hann stökk úr mynd til að taka mynd.....................

 

 

Svanur og Mummi einbeittir og Julla leggur sig alla fram.

 

 

Gísli og Fjóla taka stöðuna.

 

 

Halldóra og Gísli fylgjast með góðum tilþrifum.

 

 

Störukeppni................. og klukkan tifar á hlíðarlínunni.

 

 

Skúli og Gísli taka létta æfningu fyrir næsta haust................

 

 

Þarna stígur Gísli smaladans en ég veit að á þorrablótinu verður það línudans.

 

 

Magnús og Svanur taka stöðuna.

 

 

Þessir tveir sáum um kennsluna og voru bara assskoti góðir strákarnir.

 

 

Hér kemur annar aðstoðakennarinn hún Pippa.

Hún reyndar færði sig uppí stólinn þegar húsbóndinn fór að hækka róminn við hina hundana.

Það er líka miklu meiri virðing fyrir aðstoðarkennara að sitja í stól en að liggja á gólfinu.

 

 

Og hér er hinn aðstoðakennarinn meistari Smali.

 

 

Tveir á bekknum....................

 

 

Þessi flottu mæðgin voru kát og hress.

 

 

Þessi var fljótur að finna skemmtilega skvísu sem var alveg til í að leika við hann.

 

 

Amma í Óló var líka alveg til í fjörið með litla kalli.

 

 

,,Vá hvað þú ert flottur stóri frændi,, ég lít rosalega upp til þín.

 

 

Þessir voru kátir að vanda og hér er komið að kveðjustund.

Ég veit ekki alveg hvað þeim fór á milli en um tvennt er að velja.

,,Þú ert klárlega besti nemandi sem ég hef kennt eða þú ert dásamlegur herra kennari,,

Já þetta var skemmtilegur dagur þar sem gagn og gaman réðu för.

Okkur er strax farið að hlakka til framhaldsins.

14.01.2020 21:32

Og hún kom loksins....................

 

Þetta er dagurinn sem hún á að sjást hér í Hlíðinni blessunin.

En það gekk nú ekki eftir enda þungbúið og hvasst með tómum leiðindum.

Ég er auðvita að tala um sólina sem fer alltaf í árlegt jólafrí í desmeber og ekki væntanleg fyrr en 14 janúar.

Já það er áratugahefð hér í Hlíðinni að fagna hækkandi sól og bjóða hana sérstaklega velkomna með því að baka pönnukökur.

Hrafnhildur amma mín hélt held ég meira uppá þennan dag en afmælið sitt.

Kannski ekki skrítið að hækkandi sól og lengri birtutími hafi verið eitt það eftirsóknarverðasta sem til var.

 

 

Þessum stafla var sporðrennt leikandi létt með ískaldri mjólk.

Gerist varla betra.

 

 

En það var ekki bara sólin sem þó kom ekki sem gladdi húsfreyjuna hér í Hlíðinni.

Ó nei............ húsfreyjan fékk símtal frá Herði bónda í Vífilsdal sem sagðist hafa fengið óvænta gesti .

Þessir gestir hans Harðar vöktu mikla lukku hér í Hlíðinni en þarna var á ferðinni sparikind húsfreyjunnar.

Hún Mýrdalsbotna kom labbandi eftir veginum heim að Vífilsdal og baðst gistingar fyrir sig og dóttur sína.

Bændur í Vifilsdal eru gestrisnir eins og ég hef oft reynt og ekki brugðust þeir Botnu og dótturinni.

Já það þarf ekki mikið til að gleðja sauðfjárbónda hjartað í freyjunni.

Hún Mýrdalsbotna er fullorðin heiðurskind sem hefur verið í miklum metum, skilað góðum afurðum og verið til fyrirmyndar.

Hún bar fallegum tvílembingum í vor hrút og gimbur. Þessi lömb voru skráð með feitu letri á lista yfir hugsanlegan ásetning.

Það var því hundfúllt að færa til bókar að þær mæðgur vantaði af fjalli eftir að hrúturinn kom innan úr Dölum 20 nóvember.

Eftir að hrúturinn kom hafa verið farnar margar ferðir til að kíkja eftir því hvort að þær mæðgur væru á leiðinni heim.

Kikjirinn á heimilinu hefur gengið á milli glugga og landið verið skannað seint og snemma. En án árangurs.

Mjólkurlagni Mýrdalsbotnu er þannig að á vorin notum við hana til að mjólka fyrir önnur lömb.

Þrátt fyrir það flóðmjólkar hún fyrir sín tvö og smellir sér bara til fjalla þegar ,,vorverkin,, eru frá.

Finnst ykkur skrítið að hún sé í uppáhaldi ? Nei ég vissi það.

Eitthvað hefur Mýrdalsbotna rugglast í ríminu því að venjulega hefur hún komið í leitum hér heima við.

Ef að einhverjum dettur í hug að halda að hér sé á ferðinni vandræða kind sem sé á  leiðinni í grænu hagana hinumegin fyrir óþekkt............

Þá er það feitur misskilningur.

Stundum eru kindur bara í vandræðum með fólk. Það er alveg til í myndinni.

En afhverju Mýrdalsbotna ?

Jú nafnið fékk hún þegar hún var gemlingur eins og allar kindur hér í Hlíðinni.

Hún heimtist með mömmu sinni og bróður í Mýrdal og því var það næstum sjálfgefið.

 

Annars er það helst af veðri að frétta að norðaustan áttin sem hér leikur lausum hala sló öll met í nótt.

Það var í einu orði sagt brjálað en þessi átt hefur lengi verið talin alveg hættulaus hér á bæ en það var nú alveg á mörkunum í nótt sem leið.

Látum gott heita af leiðindum í veðri. 

 

Góður dagur með hækkandi sól og batnandi heimtum.