26.07.2014 23:00

|
Þessi elska skemmtir okkur oft og mikið verður dagurinn góður eftir reiðtúr á henni.
Hún er eiginlega að verða alveg uppáhalds hjá mér og reyndar fleirum.
Þarna eru þau Mummi í góðum gír.
Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð 5. vetra gömul undan Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð og Adam frá Ásmundarstöðum.

|
Bára frá Lambastöðum er skemmtileg hryssa og mikið er hún stundum lík honum Gosa hálfbróður sínum.
Bára er 5 vetra undan Arði frá Brautarholti og Tinnu frá Lambastöðum.

|
Þessi hryssa Lyfting frá Hallkelsstaðahlíð er dóttir Gosa frá Lambastöðum og Upplyftingar frá Hallkelsstaðahlíð. Þarna er hún í léttri sveiflu hjá henni Astrid á góðum degi. Lyfting er 6 vetra gömul.

|
Framtíðarsýn frá Hallkelsstaðahlíð faðir er Gosi frá Lambastöðum og móðir Sunna frá Hallkelsstaðhlíð.
Á myndinni eru þær bara kátar hún og Astrid. Framtíðarsýn er 7 vetra gömul.
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir