Færslur: 2020 Október

18.10.2020 22:16

Svona dagar...............

 

Það tilheyrir haustinu að fara í eftirleitir aftur og aftur, jafnvel ennþá aftur og aftur.

Þá er gott að hafa góðan sérfræðing með í för sem hefur gott ,,nef,, fyrir kindum og smalamennsku.

Hún Julla Spaðadóttir lítur þarna yfir svæðið, slakar á með eigandanum og tekur stöðuna.

Þær smalasystur þrjár frá Eysteinseyri hafa staðið sig nokkuð vel í haust og sparað sporin.

Mig grunar að hugur þeirra og eigandanna standi til að endurtaka velheppnuð hundakvöld í vetur.

 

 

Fjórhjól má einnig nota sem ,,lasyboystól,, þegar útsýnið er skoðað í nokkur hundruð metra hæð.

 

 

Alvöru hundar komast í Paradís þegar þeir mæta í smalamennskur...............

En þarna er Julla í Paradís sko þessari sem heitir það samkvæmt örnefnaskrá.

 

 

Séð yfir Hlíðarvatn ofan úr Hafurstaðafjalli.

 

 

Við höfum verið í eftirleitum síðustu tvo laugardaga og fengið hreint dásamlegat veður.

 

 

Séð niður að Hafurstöðum og lognið á vatninu algjört.

 

 

Sandfellið og við njótum veðurblíðunnar.

 

Eins og náttúran öll.

 

 

Til að gera langa sögu stutta þá hefur okkur gengið nokkuð vel og náð heim öllu því sem við höfum séð.

En trúlega verða ferðirnar inní fjall þetta haustið nokkrar í viðbót.

 

  • 1