03.06.2016 07:28
|

Þegar sólin var að brjótast í gegnum morgunþokuna kom þessi litli hestur í heiminn.
Þetta er hann Sólstafur frá Hallkelsstaðahlíð, undan Ási frá Hofsstöðum og Létt frá Hallkelsstaðahlíð.
Þegar húsfreyjan varð eldri á síðasta ári fékk hún eina 5 folatolla í afmælisgjöf, nokkrir af þeim verða folöld í ár.
Já afmælistollarnir mínir breytast nú óðfluga í gæðingsefni.
Get ekki lýst því hvað það er gaman að verða 50+
|

Þar sem að faðirinn er 9,5 töltari varð sá litli að byrja æfingar hið snarasta.
Æfingarnar fóru samt mest fram á brokki...............
|

Þernu litla Skýrs lét sér fátt um finnast og var frekar syfjuleg enda ekkert kominn fótaferðatími hvorki fyrir hana eða mig.
|

Þessi hryssa sem birtist úr fjallinu í gær var steinsofandi og það var ekki fyrr en ég potaði í hana sem að hún rauk úr draumalandinu.
|

Það var svo sem ljótt að trufla þennan væra svefn.
|

Þessi hryssa er undan Aljóni frá Nýja Bæ og Rák frá Hallkelsstaðahlíð.
Nú er bara að finna gott nafn á hana sem fyrst.
|

Rák þurfti aðeins að fara úr mynda uppstyllingunni og klóra sér smá.
|

Sú litla líka enda er best að gera eins og mamman.
|

Og svo Kolskör mín líka..............allir að klóra sér og teyja í morgunsárið.
Kolskör bíður spennt eftir afkvæmi Þyts frá Skáney eins og ég.
|

Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinn og hryssurnar allar sáttar með að vera komnar í köstunarhólfið sitt.
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
|
| |
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir