Gleðilegt nýtt ár!
Kærar þakkir fyrir það liðna með bestu kveðjum frá okkur í Hlíðinni.
Árið 2024 var skrítið ár og best man ég eftir því að það kom ekkert sumar.
Með því að renna í gegnum myndirnar í símanum mínum rifjaðist upp ýmislegt.
Ég ætla að deila með ykkur nokkrum minningum svona af handahófi.
Staðreyndir, mannlíf og allt hitt hér í langri færslu.
Hér kemur fyrsti hluti.
 |
Þessi mynd sýnir sumarið 2024...............................
 |
Við spáðum í virkjun....................
 |
En þá fór stóðhestagirðingin á flot.
 |
Þá var byrjað að bora ................................. og erum alls ekki hætt.
Einn bjartsýnn hinir efins....................
|
 |
Náttúruperlur eru mismunandi..................við erum jú í ferðaþjónustu.
 |
Við erum endalaust þakklát fyrir alla góðu gestina okkar þetta árið.
 |
Alltaf gaman að fá svona frá gestunum.
|
 |
En dagarnir sem að voru svona........................ þeir voru fáir í sumar sem leið.
|
|
 |
Meira að segja vatnið fór á kaf....................allavega stráin á bakkanum.
|
|
|
|
|
 |
Svo var bara allt í einu komið haust.
 |
En við náðum að bera á og grasið spratt...................
|
 |
Rúllurnar...................þær eru margar blautar.
|
 |
Þessir þurftu regnbuxur til að merkja rúllurnar það segir sitt.
 |
Mig grunar að þessir feðgar verði ekki áhugasamir um að leggja sig svona í næsta sauðburði.
|
 |
Frúin fór á afmælishátíð Félags tamningamanna og fékk þessa fínu viðurkenningu.
Alltaf gaman að fá svona og rifja upp skemmtilega tíma frá viðburðaríkri formannstíð.
 |
Eins og gerst hafi í gær.
|
|
Það var gaman að hitta höfðingjann Pétur Behrens vin minn.
Félag tamningamanna á honum mikið að þakka og oft leitaði ég til hans í minni tíð.
 |
Þá rifjaðist upp fyrir mér hvað það var gaman að fá Þotuskjöldinn hjá Hestamannafélaginu mínu Snæfellingi.
|
|
|
|
|
 |
Við erum löngu farin í hundana á þessum bæ.........................
 |
Og hundakvöldin hér í Hlíðinni heppnuðust vel.
 |
Gaman saman og öll námskeið bókuðust strax.
|
 |
Ég hef heyrt það út undan mér að Gísli yfirkennari og Mummi séu að undirbúa næstu seríu.
En fyrir ykkur sem að viljið fylgjast með og slást í hópinn þá er síða á fésbókinni sem heitir ,, Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð,,
Eins er bara alveg sjálfsagt að hringa og forvitnast um málið.
 |
Það voru ekki bara hundanámkeið á árinu, ónei það var mikið um að vera og vonandi náum við því aftur í vetur.
 |
M.a kom Þorvaldur Kristjánsson og hélt gott námskeið og fyrirlestur.
 |
Kátir ,,Hólmarar,, mættu galvaskir.
 |
Spáð í spilin.
 |
Þessir voru hressir.
 |
Og áfram var spáð ...........................
 |
Árið var með líflegasta móti hjá Mumma í kennslu erlendis og eins fór góður hópur hrossa til nýrra eigenda.
Það er ansi langt á milli heimkynna hjá þessu hryssum eftir að þær flugu til nýrra eigenda en þær hittust á námskeiði hjá Mumma.
Það er líka svo gaman þegar fyrri kaupendur eru kátir og versla aftur sem verður kannski til þess að bræður og stíufélagar hittast á nýjum slóðum.
 |
Sumir æfa og æfa....................................... yfirþjálfari Fannars að störfum.
 |
Og pabbinn fær örsjaldan að taka sprett.
 |
Ég settist í dómarasæti.
Það er alltaf jafn gaman að dæma glæsta gæðinga og flotta knapa.
 |
Svo er það endurmenntunin hún er nauðsynleg.
Sótti bæði endurmenntun gæðinga og íþróttadómara.
 |
Aðalfundur gæðingamómara var haldinn í Borgarnesi, það var létt verk að stýra honum enda eru gæðingadómarar eðal.
|
|
 |
Þularstörf á hestamótum er skemmtileg fyrir hestadellufrú.
Ég fékk að þula á fjölmörgum.
 |
Mót Vestulandsdeildar eru uppáhalds.
 |
Þessir vösku sveinar stóðu vaktina með sóma.
 |
Engin er betri en Katrín þegar kemur að tólistinni í dómpalli.
Læt þetta duga að sinni en á eftir að rifja upp sauðfé, hross, pólitík og ýmislegt fleira.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir