01.02.2009 22:57

Hestaferð-stjórnin-þorrablótið




Hestaferð 2007 frábær dagur á Stakkhamarsfjörunum.

Við gamla settið fórum í frábært matarboð í gær borðuðum hreindýr og spjölluðum við
góða vini. Rifjuðum upp skemmtilega hestaferð og byrjuðum að skipuleggja nýja.
Mig er strax farið að hlakka til, hestaferðirnar sem við höfum farið í á síðustu árum hafa verið hverri annari betri. Ferð norður í Húnavatnssýslu, ferð suður í Borgarfjörð, margar ferðir niður á Löngufjörur og á fjöllunum í kring um okkur. Hvert eigum við að fara í sumar?

Ný ríkisstjórn leit dagsins ljós í dag vonandi ber hún gæfu til góðra verka fyrir land og þjóð.
Var aðeins að velta fyrir mér hvernig muni ganga hjá Steingrími að höndla þrjú ráðuneyti.
Það virðist alltaf vera hægt að fjölga skúffunum í skrifborðunum nú til dags. Síðast var sjávarútveginum og landbúnaðinum smellt saman og nú fara fjármálin með, væri svo sem ágætt ef að peningarnir væru til. Hvað með tímann? Jú sólarhringurinn hjá Steingrími er örugglega miklu lengri en hjá okkur.

Þorrablótið okkar er á föstudaginn um að gera að fara setja sig í gírinnemoticon