01.04.2009 10:14

Það stendur mikið til.





Kæru lesendur eins og þið hafið vafalaust frétt þá er stór dagur hér í Hlíðinni í dag. Ætlunin er að taka fyrstu skóflustunguna að veglegri nýbyggingu sem verður 2250 m2 að stærð.
Húsinu er ætlað að hýsa 100 hross og að auki er um að ræða reiðvöll, áhorfendapláss og skrifstofur. Í næsta áfanga er svo fyrirhugað að bæta við fjárhúsi fyrir 1500 fjár.
Fyrstu skóflustunguna mun svo Ásbjörn Óttarsson efsti maður á lista sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi taka, mun svo sveitungi okkar og sjálfstæðismaðurinn Björgvin Ölversson sjá um framhaldið.  Á eftir mun svo Hljómsveitin Upplyfting taka lagið og með henni tveir gestaspilarar þeir Guðmundur Steingrímsson og Grímur Atlason.
Meðan á athöfninni stendur munu þrír þekktir knapar standa heiðursvörð með vel þekkta stóðhesta sér við hlið. Þeir eru Daniel Jónsson og Þóroddur frá Þóroddsstöðum, Jakob Sigurðsson og Auður frá Lundum og ÞórðurÞorgeirsson og gamli höfðinginn Gustur frá Hóli.

Athöfnin hefst kl 16.00 og eru allir hjartanlega velkomnir.