07.07.2009 00:10

Fjórðungsmótið búið og byrjað að heyja.



Þessi mynd heitir slökun..............þetta er þó ekki slökun eftir nein sérstök skemmtileg heit.
Síður en svo...............
Þarna liggja og hvíla sig Glaumgosi Gosason, Tryggur Hágangsson, Jarpur Glottason, Klammi Hæringsson og Kolamoli Molason eftir geldinguna hjá honum Rúnari dýralækni. Gamla húsið í baksýn myndin er tekin 12 júní 2009.

Annars er það helst að frétta að frábæru Fjórðungsmóti á Kaldármelum lauk í gær, góðir hestar, gott veður og gott fólk. Gestirnir okkar bæði menn og málleysingjar eru farnir og allt að færast í venjulegt horf. Já þetta var mjög skemmtilegt mót og vel heppnað vonandi verður framhald á þessu samstarfi. Þeir voru margir hestarnir sem heilluðu á mótinu en ég verð að játa að í mínum huga stendur hann Kiljan frá Steinnesi upp úr, þvílíkur gæðingur.
Þytur frá Skáney, Uggi frá Bergi, Grásteinn frá Brekku, Grettir frá Grafakoti, englakroppurinn Penni frá Glæsibæ og fleiri og fleiri.........er örugglega að gleyma einhverjum. Og nú er ég bara að rifja upp í huganum stóðhestaflokkana.
Ég var að þula í barna og unglingaflokkunum svo að ég sá allar sýningar í þeim flokkum, þar gaf að líta mjög efnilega knapa sem svo sannarlega eiga bjarta framtíð sem knapar. Þessir krakkar eru orðin svo magnaðir reiðmenn prúð og snyrtileg. Já stundum er talað um mannauð, þetta er svo sannarlega ,,reiðauður,, sem þarna er á ferðinni.
Reiðmennskuverðlaun Félags tamningamanna hlaut einmitt ung og efnileg dama sem að m a sigraði ungmennaflokkinn. Hún heitir Helga Una Björnsdóttir og kemur norðan úr Húnavatnssýslu. Meira um Fjórðungsmótið síðar.

Hér í Hlíðinni byrjaði heyskapur fyrir alvöru í dag slegið á Rauðamel og niður á Melum. Að sjálfsögðu var búið að prufu keyra vélarnar því ekki má byrja heyskap á þessum bæ á mánudegi. Hafa skal nú hefðirnar í hávegum.

Ég brá mér niður í sveit og smellti örmerkjum í fjögur falleg folöld. Alltaf jafn gaman að skoða folöld já og hross yfirleitt. Svona er að vera með dellu.

Hvenær skildi hún Létt eiginlega kasta???????? á bágt með að bíða.

Annars allt gott ................nema hænurnar eru komnar í varpverkfall. Ég held að þær séu að mótmæla einhverju, kannske er það bara ríkisstjórnin???????