17.08.2009 22:14

Blíðan, mikilvægar dagsetningar og vandaðar lýta aðgerðir



Veðrið í dag var skemmtilegt sól, blíða og svo helli rigning sem kom beint niður. Á eftir dembunum var allt svo hreint og fallegt. Eftir kvöldmatinn fór svo Mummi út og tók nokkrar góðar myndir sem að vonandi koma inná síðuna fljótlega.

Ég er ekki viss um að bræðurnir Ófeigur og Þorri eigi eftir að minnast þessa dags með sérstakri ánægju í framtíðinni. Þetta var nefninlega dagurinn sem að þeir bræður fóru í ,,lýta aðgerð,, svona á frekar viðkvæmum stað. Þeir fóru í bíltúr til hans Rúnars dýralæknis í Stykkishólmi og komu hálf þynnkulegir til baka. Þar sem ég taldi þetta frekar slæma lífsreynslu þá fengu þeir félagar lifrapylsu í kvöldmatinn.

Ég fór á fund með sauðfjárbændum og forustumönnum þeirra í Búðardal í dag. Þetta var ágætis fundur en ég verð að játa að ekki varð ég nú bjartsýnni eftir hann.
Sagði ekki einhver spekingur að maður ætti alltaf að búast við því versta en vona það besta.
Ég vona það allra allra besta....................

Svona til upplýsinga fyrir þessar elskur sem hafa komið til okkar undanfarin haust og smalað með okkur og réttað koma hér nokkrar mikilvægar dagsetningar.
Fyrsta smölun og réttir verða hjá okkur 17-20 september.
17 sept byrjað að smala hér í kring Múlinn og fleira.
18 sept aðalsmalamennskan í Hafurstaðafjalli (mig dreymir um að fá sem flesta) lofa betra veðri en í fyrra.
19 sept Vörðufellsrétt.
20 sept safnið rekið inn og réttað hjá okkur.
Er þegar byrjuð að huga að því að elda, baka og b..... sjáumst vonandi sem flest.emoticon
Sé til þess að rykið verði þurkað af gítarnum.