28.10.2009 22:54

Rjúpnavinir og aðrir kunningjar................



Hnappadalurinn hefur uppá margt að bjóða.............................

Það er með ólíkindum hvað ,,kunningjahópurinn,, stækkar rosaleg hér í Hlíðinni þegar rjúpnatíminn nálgast. Síminn hringir, það bætist í pennavinahópinn á netinu og  maður eignast jafnvel nýja kunningja þegar maður fer í búðina. Suma þekkir maður vel aðra svolítið og suma bara ekki neitt. Annars er ég nú ómannglögg svo að þetta er kannske allt saman misskilningur. Ég fékk til dæmis skemmtilegt símtal í kvöld þá hringir í mig maður sem að hafði verið náinn vinur, vinar löngu látins frænda míns. Já þetta hljómar nú ekki mjög  skírt en svona var það nú samt. Hann hafði mikinn áhuga á að endurnýja þessi tengsl og vináttu (sem fyrst allavega fyrir helgi). Ég hef nú alls ekkert á móti því að kynnast nýju fólki nema síður sé en það væri óneytanlega skemmtilegra að dreifa því svona á lengri tíma.
En til að taka af öll tvímæli þá er málum þannig háttað hér í Hlíðinni að sérvaldir og löngu ráðnir vaskir sveinar sjá um öll rjúpnamál hér. Þeir skiptast samviskusamlega á og eru á ferðinni flesta rjúpnadaga. Þetta eru geðprýðismenn en geta orðið viðskotaillir ef að einhverjir eru að þvælast á ,,þeirra,, svæði svo að það er enginn ástæða til að ergja þá að óþörfu. emoticon