10.11.2009 22:19

Kennslusýning Þórarinn Eymundsson.... ekki missa af.....


Það hefur verið nóg um að vera hjá mér að undanförnu reyndar eins og stundum áður.
Síðasta föstudag sat ég aðalfund Félags hrossabænda sem haldinn var í Bændahöllinni og á laugardaginn fór ég á ráðstefnuna Hrossarækt 2009. Þetta voru góðir og gagnlegir viðburðir. Á laugardagskvöldið var svo farið á uppskeruhátíð hestamanna og þar var að sjálfsögðu mikið fjör eins og alltaf. Alltaf svo gaman að hitta hestamenn.

Sunnudagurinn var svo nýttur í það að reka inn lömbin og gera allt klárt fyrir aftekningu sem að hófst svo á mánudaginn. Reyndar vorum við svo ljónheppin að vera boðin í mat á sunnudagskvöldið hinumegin við fjallið. Voða notalegt að þurfa ekki að elda á svona kvöldum. Takk fyrir skemmtilega kvöldstund og gestrisni.

Í dag var svo haldið áfram að taka af og miðar verkinu bara vel. Alltaf er að bætast við og heimtast fé úr eftirleitum í gær var það útigenginn veturgamall hrútur, rolla og lamb.
Væri alveg til í að fá þennan fjölda daglega í einhvern tíma.

Á morgun stendur Félag tamningamanna í samstarfi við Hestamannafélagið Skugga fyrir kennslusýningu í nýju reiðhöllinni í Borgarnesi. Þar mun Þórarinn Eymundsson tamningameistari koma og kynna ýmiss vinnubrögð við tamningar og þjálfun.
Sýninginn hefst kl 20.00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

sjá nánar á www.tamningamenn.is