07.12.2009 21:07

Hormónar og hvolpavit er það góð blanda???

Á laugardaginn var brunað á ungfolasýningu í Söðulsholt, þar voru saman komnar vonarstjörnur framtíðarinnar í það minnsta eiganda sinna. Héðan úr Hlíðinni fengu tveir fararleyfi þeir Léttlindur Hróðsson og Sparisjóður Gustsson.
Þar sem að myndatöku kunnáttan hér á bæ er frekar takmörkuð þá voru flestar myndirnar sem að teknar voru og áttu að sýna samkomuna í myndum frekar en máli frekar daprar.
Í stuttu máli sagt hreyfðar, svartar og jafnvel það sem mynda átti ekki inná myndinni.
Ég leyfi mér því að benda ykkur á tvær síður sem að báðar eru tenglar á þessari síðu þær eru Dalsmynni (blogg) og Söðulsholt (fréttir) og myndir frá sýningunni.
Þar getið þið m.a séð myndir af Sparisjóði og Léttlind.
Framistaða þeirra félaga var eins og við var að búast þegar ungir garpar fá tækifæri til að sýna sig og sjá aðra á almannafæri. Sérstaklega á þetta við um það þegar hormónar og hvolpavit hafa tekið völdin og útsýnið er annað en fagur fjallasalur.
Léttlindur var frekar einmanna í höllinni og hefur sennilega leitt hugann að því hvort að svona flennistórt hús væri nokkuð sláturhús. En eftir því sem á sýninguna leið óx honum kjarkur og tók hann nokkrar ágætis rispur í lokin. 
 Myndatökukonan í Söðulsholti náði allavega góðri mynd af honum.



Sparisjóður..............ja þessi mynd lýsir vel hugarástandi hans á sýningunni sem var sirka svona ,,hér er ég um mig frá mér til mín,, og mér er slétt sama hvað þið vilduð sjá, ég er að sína mig og ræð sko alveg einn hvernig. 
Kannist þið við þetta hugarástand þegar hormónaungar byrja að fara á djammið????
Já mér datt það í hug.
Ég veit ekki hvort að þetta var snertur af víðáttubrjálæði eftir að hafa verið í Hjaltadalnum og Hnappadalnum en púðrið og krafturinn var alveg nægilegt í nokkra hesta.
Og ekki datt honum í hug að upplýsa að töltið væri laust og hann hreint ekki nískur á það í reið, heldur þeyttist um á harðastökki eða fljúgandi brokki. Hann gaf sér þó tíma til að stoppa og skoða sig í stóra spegilinum.
Sumir bara ráða ekki við sig þegar þeir sleppa að heiman en það eldist nú af flestum.................



Svona er hann nú yfirleitt þessi elska stilltur,góður og meðfærilegur við húsfreyjuna.



Hjúkk...........kúlurnar eru þarna ennþá þó svo ég hafi látið eins og flón en það var samt öruggara að athuga það sjálfur.

En það er svolítið skýrari mynd af honum inná Dalsmynnisblogginu.
Á næstunni koma nokkrar mannlífsmyndir frá sýningunni en þær heppnuðust sumar.