10.12.2009 23:05

Hestastúss í dag aðalfundur FT á morgun.



Mikið var afrekað hér í Hlíðinni í dag hrossarag, járningar og margt fleira. Já það fjölgar ört á járnum núna og það fjölgaði líka mikið í hesthúsinu í dag. Við tókum inn nokkur mjög spennandi tryppi t.d undan Arði frá Brautarholti, Faxa frá Hóli, Pilti gamla frá Sperðli og fleirum. Svo komu nokkrir sparihestar inn Skriða litla, Proffi minn og Fannar. Það verður nú að hafa eitthvað gaman svona á jólunum.
Einn veturgamli folinn okkar hefur verið týndur í þó nokkurn tíma en fannst í dag eftir mikla leit heill á húfi. Það er ekkert grín þegar þessi grey eru að týnast alein hér í fjöllunum.

Á morgun er svo aðalfundur FT sem haldinn verður á Kænunni í Hafnarfirði kl 17.00
Ég vonast til að þessi fundur verði góður og vel sóttur af félagsmönnum, það er jú alltaf gaman að hittast og spjalla í góðum hópi.