27.12.2009 00:12

Jólakötturinn.



Eins og þið kannske vitið þá á ég jólaköttinn eina sanna, þarna er hann á ,,tali,, eða mali við einn jólasvein úr fjöllunum. En eins og jólaketti sæmir þá er hann búinn að vera svolítið uppátækjasamur að undanförnu og læt ég fylgja með smá myndasýnishorn og meira kemur síðar.

Kæru vinir!  við hér í Hlíðinni þökkum kærlega fyrir okkur við höfum fengið góðar kveðjur og frábærar gjafir. Hér hefur letin verið als ráðandi og við sannarlega notið þess.




Hann var illa forvitinn og var langhrifnastur af pökkum með slaufum og böndum.



.............og hann var sannfærður um að jólakarfan væri bara ætluð honum einum.



Að lokum er ein mynd af flottu frænku minni sem hélt uppi stuðinu í jólaboðinu í gamla bænum. Ég verð svo vonandi aðeins duglegri að setja inn jólamyndirnar næstu dag.