27.07.2010 23:12

Samkeppni...........



Samkeppni.............já hún er til víðar en í viðskiptalífinu og mannheimum................

Þessir ungu herrar eru bráðefnilegir báðir tveir og gætu eflaust verið að metast á um hvor væri nú betri. En sennilega eru þarna á ferðinni ramm íslensk ,,mannalæti,, eins og amma kallaði það þegar galsi greip ungdóminn og hrópað var á athyggli ,,sjáið þið mig,,

Kapparnir eru:  Baltasar frá Hallkelsstaðahlíð undan Arði frá Brautarholti og Trillu, sá grái er Krapi frá Steinum undan Gusti frá Hóli og Orku frá Steinum.

Nokkrar dömur yfirgáfu Gosa í dag og héldu heim á leið vonandi fylfullar allar saman.

Það hljóp á snærið hjá okkur í því neðra þegar við vorum boðin í 77  afmælisveislu hjá Ragnari frænda mínum. Það er ótrúlegt hvað tíminn líður eins og ég er alltaf að tönglast á en mér finnst alveg örstutt síðan Ragnar varð 71 árs. Þá hélt hann uppá það með því að ganga á Geirhnjúk sem er 898 m hár. Geri aðrir betur.

Ég þarf svo sem ekki að taka það fram að ennþá er beðið eftir því að Skútan kasti.
Ég stekk á stað með myndavélina þegar það dregur til tíðinda.