01.10.2010 23:25

Hér sé stuð já rollustuð.



Sumir eru monntnari en aðrir............Þjóðhátíð Glymsdóttir og Skútu á góðum degi.

Það er búið að vera ansi líflegt hér í Hlíðinni að undanförnu. Á miðvikudaginn rákum við lömbin inn og vigtuðum, fjörið náði nú aðeins inná fimmtudaginn því að við vorum ekki búin fyrr en kl 3 um nóttina. Svo á fimmtudagsmorguninn mættu Lárus ráðunautur og Magnús aðstoðarmaður hans til að sóna og stiga lömbin sem að við höfðum valið úr.
Við vorum svo heppin að fá þrjá aðstoðarmenn svo að þetta skotgekk.
Endirinn varð svo sá að við skildum eftir 12 hrúta og 90 gimbrar sem að fengu viðunandi gæðastimpil og bíða nú örlaga sinna. Við eigum eftir að heimta nokkuð mörg lömb svo að samkeppnin um pláss í líflambakrónni er hörð.
Ég var nokkuð sátt við útkomuna en á nú eftir að liggja í vangavelltum þegar um hægist læt samt flakka smá upplýsingar um þá hrúta sem enn ,,sitja,, heima.
Smá fyrir forfallna sauðfjárspekinga.
Við skildum eftir þrjá syni Rafts sem að allir stiguðust yfir 84 stig. Einn þeirra er nær öruggur lífhrútur, sá er með 9 fyrir bak og malir og 8,5 fyrir samræmi. Annar hefur sér til ágætis að vera með 18 fyrir læri og að auki nokkrar 8,5 ur. Sá þriðji er kannske bestur allavega jafnastur.................og ekki skemmir nú fyrir að móðirin er innundir hjá húsfreyjunni.
Það voru líka skildir eftir þrír synir Bolla og þar voru mörkin 84,5 stig. Gráborni á líka ansi skemmtilegan gráan son sem að stigaðist vel og ekki má nú gleyma svarta koll okkar sem er sonur Mókolls og raðar inn spennandi lömbum.
Undan svartakoll sem reyndar heitir Orri er grákollóttur hrútur sem að stigaðist mjög vel og hefur nú verið seldur suður í Borgarfjörð. Hann hlaut það fína nafn Hallkell frá Hallkelsstaðahlíð. Til hamingju með gripinn Toddi og Tobba.
Móbotnóttur Grábotnason bíður stolltur nýrra eigenda en hann kom út með 84 stig.



Þessi ,,draumaprins,, er sonur Orra Mókollssonar og ef að þið haldið að hann sé bara liturinn þá er það algjör misskilningur því hann hefur meðferðis fullt af stigum.
Nú eru hestamennirnir sem að eru ekkert inní sauðfjárræktinni alveg orðnir ruglaðir.........hann er sko ekki undan Orra frá Þúfu þessi ónei heldur Orra hrút frá Hallkelsstaðahlíð:)

Ég gæti rakið heilan helling í viðbót af sauðfjárfréttum en læt þetta duga í bili, seinna koma gimbra vangavellturnar.

PS er ennþá sátt við meðalvigtina eftir þau 165 lömb sem að fóru í gær, þá eru 567 lömb farin og eins gott að vera bara ánægður allavega þangað til næsta sending fer og lækkar meðalvigtina.