08.10.2010 22:23

Bleikir.



Það var bleikur dagur í dag og margir klæddust bleiku til að  leggja góðu málefni lið.
Ég gleymdi mér og tók ekki þátt svo að ég verð að sýna lit og reyna að klóra í bakkann.
Í tilefni dagsins eru sem sagt tveir bleikir hestar á bloggmyndinni minni, annar reyndar bleikálóttur og svo einn grá til að lífga uppá.
Mitt framlag til bleikaátaksins með von um að mér fyrirgefist gleymskan.

Mér liggur við að segja ,,að sjálfsögðu var sumarblíða hér í dag,, en það er kannske hroki ?
En það var allavega gott veður eins og oft hefur gerst á síðustu misserum.

Dagurinn fór meðal annars í það að stækka girðinguna hjá folaldshryssunum sem að nú eyða haustinu hér heima. Þær voru ánægðar með hlunnindin en finnst það held ég svolítið skrítið að fá ekki að vera í fjallinu á þessum árstíma.

Framundan eru frekari smalamennskur með margskonar hrossaívafi og fjöri.
Speki dagsins verður því engin þar sem við erum sífellt að koma af fjöllum.