05.11.2010 23:07

Gamlar myndir með nýjum fréttum



Þessi mynd var tekin fyrir ,,nokkrum,, árum sko þegar ég var ung og Gjósta folald.

Í dag var brunað uppí Lundareykjadal nánar tiltekið að Kistufelli en þar hafa þrír folar verið í geymslu hjá Tómasi bónda í sumar. Ég tók nokkrar myndir en tæknin var eitthvað að stríða mér svo að ég verð sennilega að bíða eftir að tæknimaður heimilisins komi heim og bjargi málunum. Folarnir sem þarna voru í geymslu eru Kátur sonur Auðs frá Lundum og Karúnar, Léttlindur sonur Hróðs frá Refsstöðum og Léttar og Blástur sonur Gusts frá Hóli og Kolskarar. Þeir litu ljómandi vel út og höfðu greinilega haft það gott hjá Tómasi bónda.
Myndir koma síðar.



Ég og Þóra frænka mín með tvö lömb sem að ég held hafi verið undan henni Heimalingsgolsu minni. Takið eftir uppstillingunni myndin gæti heitið ,, snúum bökum saman,,

Þar sem að ég hef safnað að mér fullt af gömlum myndum sem að ég er að manna mig uppí að setja hér inní albúmin ætla ég að koma með smá sýnirhorn.
Byrja á mér og mínum svo að þetta valdi ekki titringi............



Hér er svo annað hús sem að eitt sinn stóð í Kolbeinsstaðahreppi, vitið þið hvar?