08.01.2011 21:28

Dreymin............



Þegar það er kalt og hvasst er gott að skoða gamlar myndir af ,,góðu,, veðri og skemmtilegum hestaferðum. Þessa mynd rakst ég einmitt á í einni svoleiðis skoðunarferð.
Þarna eru ég og Proffi minn á góðri stundu, ég fylltist mikilli löngun til að annarsvegar ríða á förurnar og hinsvegar að taka Proffan minn inn.
Best að bíða með Proffan í nokkrar vikur í viðbót og ferðalagið til vorsins en að sjálfsögðu má láta sig dreyma.
Annars á ég miklum skyldum að gegna næsta sumar hvað varðar fjöruferðir þar sem að ég hef lofað góðri vinkonu minn og starfsmanni FT að ríða með henni á Löngufjörur.
Kellan sú er nú heldur betur vel ríðandi svo það er sennilega best að fara bara að þjálfa strax til að hafa við henni.
Já það verður sko Ferðin með stórum staf og skyldi einhver vilja koma með okkur????

Enn er það valkvíðinn sem þvælist fyrir mér því að nú fækkar dögunum þangað til Mumminn fer norður. Ég ákveð reglulega hvaða hross ég á að senda með honum en skipti svo jafnharðan um skoðun.
Spennandi að sjá hvar ég verð stödd í ferlinu þegar kappinn leggur íann.
Kemur í ljós á morgun..........................