24.01.2011 08:34

Sparisjóður fluttur

Helgi afreka er liðin þar sem folöld voru rökuð, nýjar ásetuæfingar æfðar af miklum móð og heilmikið annað gert. Í gær brunaði svo Mummi norður að Hólum með Sparisjóðinn minn og að auki frænku hans Hlíð sem er undan Kolskör og Glym frá Skeljabrekku einnig Sjaldséð sem er undan Venus frá Magnússkógum og Baugi frá Víðinesi. Ég verð nú að játa að mikið sakna ég Sparisjóðs og finnst hesthúsið hálf tómt þó svo að öll plássin hafi fyllst um leið.
Já sumir eru einfaldlega skemmtilegri en aðrir.
Ég veit að þetta gengur ljómandi vel hjá Mumma og stóðinu mínu.
Það hefur verið sumarblíða síðustu daga hiti og rigning svo nú heyrist ekkert kvart yfir hörðu reiðfæri.
Bara spennandi dagar framundan.