09.08.2011 21:06

Réttar dagsetningar....já ég meina sko réttar.



Þessi fénaður hefur verið afar vinsæll hjá ungum gestum hér í Hlíðinni og fengið margar heimsóknir í sumar. Þó eru margir sem að vilja fá að hitta Golsu sem að var yfir heimalingur síðasta sumar en hún safnar kröftum og kílónum í fjallinu.

Ég smellti inn þessari mynd svona í tilefni af því að nú eru komnar dagsetningar fyrir réttirnar hjá okkur hér heima í haust. 
 
Smalamennskur, heimaréttir og fjör 16- 18 september og síðan á Skógarströndinni 24-25 september. Nánari útfærslur koma síðar en svona fyrir okkar sérstöku smalavelunnara er þetta gróft skipulag.

Hellingur af rúllum bættust við í dag og nú eru bara túnin sem að við köllum ,,inní hlíð,, eftir óslegin. Spurning hvort að þau tún bíð á meðan rúllusmölun fer fram ?