24.09.2011 23:10

Í réttum er þetta helst......



Myndgæðin eru svo sem ekkert sérstök en þessi mynd er tekin ,,bakdyramegin,, í Hlíðinni.

Í dag var það Vörðufellsréttin með fjölda fjár og skemmtilegu mannlífi en myndavélin gleymdist heima svo að þið verðið bara að gera ykkur í hugalund hvað var gaman.

Já við hér í Hlíðinni fengum 140 stykki úr réttinni og Kolhreppingar í heild ja þeir fylltu öll fluttningatæki sem að meðferðis voru. Hvað sem það var nú margt í heildina?
Tölurnar til en ekki birtar nema með ábyrgð sem að ég hef ekki þessa stundina.
Við settum allt féð inn og númeralásum því að húsfreyjunni finnst afar mikilvægt að vita hvar féð kemur fram að hausti. Það eru svona einkavísindi sem að ekki allir skilja en það er sama svona skal það vera.
Í öllum alvöru þáttum er talað um ,,bókina á náttborðinu,, hjá mér er það ekki spurning þessa dagana hvað bók það er ROLLUBÓKIN.
Gróft val hefur farið fram á lömbum sem eiga að fara í lambamælingar og sónarskoðun á næstunni, bara spennandi, hlakka svo til að fá Lárus í heimsókn og ekki væri verra ef að Jón Viðar kæmi líka.
Ég er nú bara nokkuð sátt með meðalvigtina á hópnum sem að fór um daginn og flokkunin var góð.
Svo að ég verð bara að væla yfir einhverju öðru nú eða bara sleppa því og láta öðrum það eftir.

Vaskir menn smöluðu Bakkamúlann í dag og fengu fjölda fjár á morgun verður brunað til hreppsstjórans og okkar hópur sóttur. Spurning hvort að Evra litla verður í þessum hópi?
Eftir næstu helgi verður tímabært að fara að telja í bókinni góðu hvað vantar að kindum og lömbum.

Það væri nú ekki leiðinlegt að vera í Skagafirðinum núna að tjútta í Svaðastaðhöllinni en það bíður bara betri tíma. Sendi fulltrúa sem að vonandi skemmtir sér vel og ég tek það bara hressilega út síðar.





.