13.11.2011 22:40

Haustró í Kindalandi



Haustró í Kindalandi.........................

Þær kunnu aldeilis að meta útivistina í dag þessar þegar ég smellti af þeim mynd og grasið það er gott þó aðeins sé það farið að fölna.

Veðrið í dag var Guðdómlegt og þegar það er þannig þá langar mig að gera allt.......
En þar sem að tíminn hefur algjörlega breytt um hraða frá fyrri árum er ekki mjög skynsamlegt að fá nýjar hugmyndir um verkefni sem að eru jafnvel hvorki gáfuleg eða arðvænleg. Svo að ég dróg bara andann djúpt og reyndi að gera bara skynsamlega hluti í blíðunni.
Ég ætla ekki að rekja nákvæmlega það sem ég afrekaði í dag því að eflaust er það misjafnt  hvað ykkur finnst um mikilvægið á verkefnum dagsins.

Morgungjafir, kjötsúpugerð og veitingafluttningar í aðra sveit, eftirleitir (með misjöfnum árangri) skítmokstur, gjafir og hestastúss.
Úpps og einn dagurinn í víðbót bara liðinn eins og ekkert sé og það á algjörlega ólöglegum hraða.

Nú er lokið tveggja helga frumtamninganámskeiðinu sem að Mummi var með í Söðulsholti.
Ég gjóaði með öðru auganu á hópinn þegar ég kom með súpuna til þeirra í dag og sá bara snotur tryppi með flotta knapa.
Góður hópur sem að stefnir á að hittast aftur á námskeiði eftir áramót.