15.11.2011 21:44

Góður dagur



Það er lúinn bloggari sem skrifar þennan texta eftir góðan en langan dag í hesthúsinu.
Góða veðrið lék við okkur í dag og var mörgum sinnum betra en júní veðrið í vor.
Rúmlega þrjátíu hross voru hreyfð og sum þeirra buðu uppá frábærar samverustundir.
Til gamans þá ætla ég að nefna nokkra feður tryppanna.......... svona eins og tryppin eigi engar mæður. Gustur frá Hóli, Hrymur frá Hofi, Faxi frá Hóli, Baugur frá Víðinesi, Guðfinnur frá Skeljabrekku, Markús frá Langholtsparti, Blær frá Torfunesi, Arður frá Brautarholti, Sólon frá Skáney og svo fleiri og fleiri sem ég tel upp síðar.


Á næstunni þurfum við að sækja kappana sem að við eigum hjá honum Tomma á Kistufelli.
Spennandi hvernig þeir líta út eftir sumardvölina.


Nú er endanleg mynd að verða komin á rollubókina þ.e.a.s hún er að verða marktæk við afstemmingu á því hversu margt fé vantar enn af fjalli. Tölurnar er ekki orðnar ásættanlegar frekar en síðustu árinn þó stefnir í að heldur færra vanti af fjalli en í fyrra..
Svo eru nokkrar eftirleitir á döfinni og vonandi skila þær einhverju.