21.11.2011 21:38

Tíminn æðir áfram



Bráðlát og Svartasunna vorið 2008.

Það er líf og fjör að vanda hér í Hlíðinni og ekkert lát á skemmtilegum verkefnum.
Það var algjörlega orðið tímabært að skoða stóðið og taka stöðuna á því, það var sem sagt aðal verkefni dagsins. Ormalyf var gefið á línuna, holdafar og útlit metið með ,,stóru,, gleraugunum já og bara tekið svona alsherjar skoðun.
Margir voru um þau tvö pláss sem að laus voru í hesthúsinu en að lokum voru það tvær draumadrottningar sem að fengu að koma inn.
Það er eiginlega tvennt sem að mig vanhagar um í augnablikinu stærra hesthús og fleiri klukkustundir í sólarhringinn.
Æi maður má nú stundum láta sig dreyma, jafnvel vitleysu ef að maður hefur ekki hátt um það.

Félagarnir Blástur, Léttlindur og Kátur komu heim úr Lundareykjadalnum á föstudaginn.
Nú er bara að skoða hvernig kapparnir koma til þegar farið verður að líta á þá.

Það er margt um að vera í heimi hestamennskunnar um þessar mundir, aðalfundur Félags hrossabænda og Hrossaræktarráðstefnan voru um helgina.
Báðir þessir viðburðir heppnuðust með ágætum og alltaf jafn gaman að hitta hestamenn vítt og breytt af landinu.

Á laugardaginn var svo glæsileg og skemmtileg afmælisveisla hjá fimmtugri stelpu á Kaldárbakka. Takk fyrir ánægjulegt kvöld Hulda.