27.11.2011 22:30

Haustfundur Hrossvest.



Haustfundur Hrossvest var haldinn í Borgarnesi sunnudaginn 27 nóvember.
Á fundinum voru nokkrir félagsmenn heiðraðir fyrir störf sín í þágu sambandsins til margra ára.
Á myndinni hér fyrir ofan eru átta af þeim níu félagsmönnum sem hlutu gullmerki og viðurkenningu sambandsins. Aftari röð f.v Leifur Kr. Jóhannesson, Haukur Sveinbjörnsson, Árni Guðmundsson, Einar E. Gíslason, fremri röð f.v Gísli Höskuldsson, Sigurborg Jónsdóttir, Ólöf Guðbrandsdóttir og Ragnar Hallsson. Högni Bæringsson gat því miður ekki mætt.



Þarna eru svo þeir sem að hlutu verðlaun fyrir kynbótahross sem efst stóðu í hverjum flokki.
Hrossaræktarbúið Berg var valið hrossaræktarbú ársins hjá Hrossvest árið 2011.



Fundurinn var nokkuð vel sóttur en auk verðlaunaafhendinga voru tvö erindi á dagskrá.
Guðlaugur Antonsson fór yfir sýningaárið 2011 og Guðmar í Sandhólaferju flutti erindi um fóstuvísafluttninga og sæðingar.



Það voru ekki allir háir í loftinu sem voru á fundinum, hér er lítil vinkona mín og ,,ömmustelpa,, mætt á fundinn með alvöru ömmu sinni. Flottar skvísurnar.

Ég set svo inn fleiri myndir frá fundinum á næstunni.