08.12.2011 15:41

Gamlar myndir og fleira



Gamlar myndir eru fjársjóður og það var einmitt í þannig leit sem að ég fann þessa mynd.
Þessi mynd er tekin í Mýrdalsrétt og á henni eru Sæmundur Halldórsson á Oddastöðum/Rauðamel, Sigurður Árnason oft kendur við Stóra-Hraun og Ragnar Hallsson, Hallkelsstaðahlíð.

Héðan úr vetrarríkinu eru svo sem ekki neinar fréttir aðrar en þær að þessa dagana er verið að stússa í hefðbundnum bústörfum sem að tilheyra þessu árstíma.
Í gær settum við ásetningsnúmerin í líflömbin og ormalyf fór í dágóðan hóp svo var aðeins byrjað að sortera fyrir fengitímann. Já vísindaritið Hrútaskráin 2011 er lesefnið þessa dagana og að ógleymdum niðurstöðum úr Fjárvis.is

Skemmtileg tamningatryppi sem að lokið höfðu ,,fyrsta bekk,, eru að týnast heim og önnur að koma í staðinn. Alltaf eitthvað að gerast í tryppadeildinni.
Allur útigangur er kominn á gjöf enda eins gott þar sem að jarðbönn eru víða á þeirra svæði.