11.02.2012 22:41

Hrísdalsfundur



Stjórn LH boðaði til fundar með hestamönnum á vesturlandi og var fundurinn haldinn í hesthúsinu í Hrísdal. Á meðfylgjandi mynd má m.a sjá Harald Þórarinsson formann LH sem að hélt tölu og kynnti þau mál sem efst eru á baugi hjá Landsambandinu.



Gunnar Örn formaður hestamannafélagsins Faxa kom með fyrirspurnir til formannsins en á þessari mynd er engu líkara en að hann sé að bresta í söng.



Jökull Helgason okkar gamli Snæfellingur sýndi stórkostleg tilþrif og átti örugglega bestu ,,hreppsstjórasnýtuna,, á fundinum, enda vanur rokinu í Staðarsveitinni.



Þarna eru það örugglega dómaramálin sem eru til umræðu Sigurður Ævarsson, Einar Öder og fleiri í alvarlegum samræðum.

Fleiri myndir og nánari fréttir koma fljóttlega enda margt í gangi þessa helgina, námskeið, dómarendurmenntun og margt fleira.