23.02.2012 21:53

Gamalt og gott



Og enn eru það gamlar myndir sem ég smelli hér inn...........
Þarna eru félagarnir Mummi og Snorri frá Borgarhóli en þeir voru ,,keppnisvinir,, um nokkurt skeið. Árangurinn af þeirri vináttu var bara nokkuð góður og eiga þeir sameiginlega á annan tug verðlaunagripa.
Snorri er kominn í ,,grænu hagana hinumegin,, og unir sér örugglega vel á nýjum slóðum.



Þarna er mynd sem tekin er árið 1995 af mér og Frama frá Bakka sem var hér í Hlíðinni að sinna skyldustörfum. Eins og þið sjáið þá var þetta fyrir hjálmaöld en þó eftir stríð.......

Myndirnar sem ég tók af folöldunum á folaldasýningunni voru ekki góðar en ég vil benda ykkur á að á blogginu hans Svans eru myndir http://dalsmynni.123.is/blog/ 
Í gær voru folöldin tekin undan hryssunum og eru nú komin inn en hryssurnar komnar saman við stóðið. Sem sagt alvara lífsins framundan hjá litlu krúttunum.