05.08.2012 21:43

Sumarið er tíminn.....



Hann Ríkur minn frá Reykjarhóli var klárlega hestur helgarinnar og hefur enn einu sinni eignast fjölmarga aðdáendur og vini. Ríkur hefur átt erilsama helgi rétt eins og lögreglan í Eyjum en hans verkefni hafa samt bara verið skemmtileg og uppbyggileg.
Ríkur var á ferðinni alla helgina og þar sem ég þekki hann Rík svo vel þá veit ég að hann sendir öllum sínum viðskiptavinum bestu kveðjur með þakklæti fyrir skemmtilegar stundir.



Snotra lét ekki sitt eftir liggja og aðstoðaði Rík og knapana hans við skyldustörfin.
Hér eru Snotra, Ríkur og hún Jéssika vinkona mín frá Portugal sem er dugleg hestakona.
Já það var líflegt um helgina og margir góðir gestir sem komu bæði af tjaldstæðunum og eins þeir sem áttu leið framhjá.



Hrafnhilur systir og Fríða María flotta frænka mín eru hér að skoða prúðleikan á Ríksa mínum. Maður verður nú alltaf að skoða vel það sem til stendur að nota.............



Heimalingar geta verið rosalegir.......... það veit hún Fríða María og þegar hann Vökustaur yfirheimalingur var búinn að drekka úr fullum pela og sýndi samt bara ósæmilega hegðun þá var nóg komið og rétt að grípa til þess ráðs að öskra........af öllum lífs og sálarkröftum.
Eins gott að kappinn hafi tekið sig á í hegðun þegar kemur að göngum og réttum.

Já sumarið er tíminn...............sem flýgur áfram af miklum krafti......því miður..........og þó ??

Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi bæði vetur, sumar, vor og haust...bara njóta lífsins.
 
Ég á mikið af myndum frá þessu sumri sem ég á eftir að deila hér með ykkur á næstunni.



Þetta eru skjóttu vinirnir eins og við köllum þá en þeir heita nú samt Trigger og Arfur.
Þeir komu hér í vor í tamningu og tóku strax saman og var engu líkara en þeir væru sálufélagar og fóstbræður af bestu gerð.
En nú skyldu leiðir í dag þegar Trigger fór aftur heim en Arfur heldur áfram að læra til hests.



Þessi hópur hér sinnir mismunandi verkefnum og tekur þeim líka af mismikilli alvöru.
Ein gengur með væntanlegan kynbótagrip í maganum, önnur reynir að losna við aukakíló rétt eins og meirihluti kvennkynsins en prinsinn hér til vinstri gerir helst það sem hann vill sjálfur. Einn daginn ákveður hann vonandi að verða gæðingur í fremstu röð hver veit ???



Við höfum átt því láni að fagna í gengum árin að hafa frábært aðstoðarfólk og það hefur ekkert breyst.................nema síður sé. Þarna er ég t.d komin með þessa fínu heimilishjálp.



Og ekki er það nú verra að fá aðstoð í eldhúsið.............með grallara í kaupbætir.



Það eru margir í fjölskyldunni sem eiga afmæli í júlí svo það var blásið til veislu og þá var nú stuð hjá mannskapnum hér í Hlíðinni rósakjólar og allt.
Þarna eru aðalskvísurnar í veislunni.



Astrid bakaði afmælistertur af bestu gerð sem voru frábærar í desert eftir góða grillveislu.
Þarna eru litlu frænkur mínar að æfa Mumma og Astrid í því hvernig á að hemja börn í brjáluðum veisluhöldum.............verst að þær voru svo þægar að það reyndi ekkert á þau.

Já sumarið er tíminn..................eins og allt árið................til að njóta lífsins og hafa gaman.