29.09.2012 13:05

Morgunstund gefur......heilmikið



Hvað ertu að gera kelling ???????



Klukkan er ekki orðin hálf ellefu og þú vaktir mig...............



Þú hefur samt ekki af mér morgun sopann, það er á hreinu.



Þá er það morgun nuddið hjá okkur múttu.................



Og nennir hún svo ekki meiru....................oooooooooo.

Já ég fór í morgun í heimsókn til Karúnar og Leiks litla Spunasonar þar sem þau voru að kroppa fyrir utan læk. Þau kunnu greinilega vel að meta sólskinið og lognið sem nú er í Hlíðinni. Leikur er hálf bangsalegur og svo sannalega kominn í vetrarfrakkann.

Við renndum uppí Borgarfjörð og skoðuðum Kát Auðsson bróðir hans sem hefur dvalið þar í sumar.
Nú er Kátur að fara á fjórða vetur og verður tekinn heim fljóttlega og byrðja að temja hann og þjálfa. Kátur er undan Karúnu og Auði frá Lundum.

Þegar Leikur var mjög ungur fór Karún undir Arion frá Eystra-Fróðholti og kom heim fylfull fyrir stutt. Þannig að Leikur hefur ekki haft mikið af mannfólkinum að segja. Þrátt fyrir það er hann spakur og svo öruggur með sig að sumum þykir nóg um.
Kannske hef ég það af að mynda kappann á hreyfingu einhvern daginn, hann er nefninlega bara nokkuð ,,smart,, þó ég segji sjálf frá.