24.11.2012 23:03

Lopi í ýmsum myndum



Stellupeysa af bestu gerð og fyrirsætan glæsileg að vanda.

Ég hef alveg gleymt að segja ykkur að hún Stella frænka mín er mikil prjónakona og prjónar allt milli himins og jarðar.
Hún selur hestapeysur, barnapeysur, prjónakjóla og hvað eina, já og auðvitað venjulegar lopapeysur líka.
Þegar ég rakst á þessa fínu mynd af forsetafrúnni okkar datt mér í hug að koma með  hugmynd af jólagjöfum fyrir ykkur. Maður þyggur jú alltaf góðar hugmyndir þegar tíminn er naumur.
Myndin var tekin í opinberri heimsókn forsetahjónanna á Snæfellsnesið og það er svo langt síðan að ég var oddviti Kolbeinsstaðahrepps þá. Verst að ná ekki mynd af Ólafi í sinni peysu.




Og við höldum okkur bara við lopann........nú eru það sauðalitirnir.
Þessa mynd tók hann Kolbeinn skábróðir minn í réttunum en þarna bregðum við Jói sauður á leik. Getur verið gott að hafa féð svona meðfærilegt að stærð þegar hlutverk þess er eingöngu að vera til gamans en ekki gagns. Og þó Jói er að sjálfsögðu til gagns í forustuhlutverkinu.
Jói sauður er ,,langræktaður,, forustusauður af kynstofni Jóhanns föðurbróður míns í föðurætt og sonur forustukindarinnar Pálínu sem á ættir sínar að rekja að Haukatungu eins og við Jói. Nú eruð þið alveg búin að tapa þræðinum svo við förum ekki nánar útí þessa sálma.

Gaman að gramsa í myndum þær segja svo margt.