10.02.2013 21:10

Gleðin á þessu þorrablóti ........



Við smelltum okkur á skemmtilegt þorrablót sem haldið var í Lindartungu á föstudaginn.
Þar sem helgin var ansi annasöm og skemmtileg er best að láta myndirnar tala sínu máli.

Á myndinni hér fyrir ofan er Hrannar sauðburðarmaður með meiru að segja eitthvað rosalega gáfulegt. Takið samt eftir svipnum á sessunautunum.



Ekki er annað að sjá en Astrid og Hrannar skemmti sér vel.



Björg sauðburðarkona og Tyra hestakona frá Svíþjóð skemmtu sér líka vel, Björg margreynd í þorrablótum en Tyra á sínu fyrsta þorrablóti.



Þessar Hnappdælskuskyttur ræddu um tófur og aftur tófur nema það hafi verið refir og aftur refir. Sveinbjörn eldri refaskytta og Sigurður Jón yngri refaskytta.



Tyra var ekki alveg viss um að maturinn væri í lagi svo hún fór varlega í að smakka þennan skrítna íslenska mat :)



Þessi mynd er sérstaklega fyrir vini Tyru í Svíþjóð sem vilja vita hvað hún var að borða :)



................. þú ættir bara að vita..........ég get svo svarið það..............úlla la...........
Nei nei ekkert svona við Björg vorum bara að skipuleggja sauðburðinn og það fjör allt saman.



Dansinn var svakalegur og söngurinn ekki síðri.........................



Það var samt ekki mörguleiki að toppa þennan þegar hann tók okkur í kennslustund í línudansi. Nema náttúrulega hreppstjórinn okkar sem er óumdeildur línudanskóngur sveitarinnar.



Söngurinn getur nú reynt svolítið á .................en mikið var gaman á þessu þorrablóti.

Eins og áður sagði var þetta annasöm helgi og snemma á laugardaginn var brunað á stað á folaldasýning í Söðulsholti. Nánar um það á morgun netsambandið leyfir ekki frekari myndainnsetningu núna.