25.02.2013 22:13

Glottandi



Þarna eru Astrid og Glottasonurinn góði Glymur frá Hofsstöðum í Garðabæ að leika sér.
Á laugardaginn var sýning hjá annars árs nemum Háskólans á Hólum en þá sýndu þau hrossin sem þau hafa verið að þjálfa að undanförnu. Glymur var í grunnþjálfun hjá Astrid og í miklu uppáhaldi hjá henni, þau stóðu sig með mikilli prýði í prófinum.
Vinir okkar í Garðabænum eiga Glym og eiga þau  örugglega eftir að hafa gaman af gripnum.



Glymur er bara öruggur með sig á ísilögðum vellinum á Hólum en nemendurnir sýndu hrossin bæði úti og inni.
Ég er mikill Glotta aðdáandi og ekki svíkur þessi kappi frekar en við var að búast, bara spennandi.

Astrid kom heim í helgarfrí en brunar svo aftur norður til að klára loka törnina á sínu öðru ári á Hólum. Svo eftir páska er það verknám fram í júní en það tekur hún á góðum stað í Borgarfirðinu. Styttra að skreppa heim þaðan en alla leið frá Hólum.

Ég og aðstoðardömurnar mína skruppum á KB mótaröðina í Borgarnes á laugardaginn.
Alltaf gaman að sjá hross og sjá hvernig staðan er í hestamennskunni.