06.03.2013 22:29

Það Gustar



Það gustaði hressilega um okkur hér í Hlíðinni í dag og gerir enn þegar þetta er skrifað.

Í tilefni af því smellti ég hér inn myndum að fimm sonum Gusts frá Hóli sem er einn af okkar uppáhalds stóðhestum. Þessar myndir eru valdar af miklu handahófi og eru hestarnir á misjöfnum tamningastigum á myndunum. Væri gaman að eiga nýjar myndir af þeim núna.
Sá sem er efstur t.v á myndinni er Fannar frá Hallkelsstaðahlíð sonur Tignar frá Meðalfelli, þá er það Dregill frá Magnússkógum undan Kolskör frá Magnússkógum, Sparisjóður frá Hallkelsstaðahlíð undan Karúnu frá Hallkelsstaðahlíð, Krapi frá Steinum sonur Orku frá Steinum og hér neðstur er Blástur minn sem er undan Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

Gaman að rekja eða tengja saman hesta sem eiga eitthvað sameiginlegt en þarna er það faðernið. Svo er Sparisjóður móðurbróðir Blásturs en Kolskör er undan Karúnu eins og Sjóðurinn. Og á þessum myndum er það Mummi sem ríður þeim öllum enda ,,rændi,, ég þessari uppsetningu frá honum.
Við höfum tamið nærri því þrjátíu hross undan Gusti frá Hóli í gegnum árin og hafa mörg þeirra verið í miklu uppáhaldi hjá okkur.

Bara að Glotti Gustsson hefði nú stoppað lengur á landinu góða.

Veðurfregnir............
Bylur frá því s.l nótt og ekkert lát á honum, færðin á milli íbúðarhúss og útihúsa mjög vafasöm. Tveir bílar stopp á leiðinni.......mikill fjöldi m.v íbúafjölda............hljómar þetta ekki eins og við búum í höfuðborginni ???