28.04.2013 22:26

Gleðilegt sumar



Sigurður Heiðar Birgisson hlaut ásetu og reiðmennskuverðlaun Félags tamningamanna.

Gleðilegt sumar kæru lesendur.

Skeifukeppni nemenda Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri fór fram á sumardaginn fyrsta eins og venjulega. Auk þess öttu kappi nemendur Reiðmannsins en það er áfangaskipt tveggja ára nám í hestamennsku við skólann. Voru nemendur verðlaunaðir fyrir árangur vetrarins bæði fyrir tamningar og reiðmennsku. Eins og áður kom fram hlaut Sigurður Heiðar ásetu og reiðmennskuverðlaun FT.
Morgunblaðaskeifuna hlaut Harpa Birgisdóttir, Gunnarsbikarinn hlaut Jónína Lilja Pálmadóttir, og Reynisbikarinn hlaut Jón Óskar Jóhannesson.
Nokkur undanfarin ár hef ég komið að dómstörfum hjá skólanum við þetta tækifæri og svo var einnig nú. Oftast höfum við verðið tvö auk kennara skólans sem höfum dæmt þessar keppnir og í ár var það Þórarinn Eymundsson, tamningameistari FT sem dæmdi auk mín.
Mestan veg og vanda af kennslunni sem varðar hestamennsku við skólann hafa þeir Heimir Gunnarsson og Gunnar Reynisson.
Mér fannst öllu umgjörð og yfirbragð Skeifudagsins til mikillar fyrirmyndar og gaman að fylgjast með þegar nemendur og kennarar kynntu hvað þeir hafa verið að gera í vetur. Greinilegat var að mikið hefur verið lagt uppúr fjölbreyttum vinnubrögðum með áherslu á léttleikanna.
Ágúst Sigurðsson rektor skólans lagði áherslu á það í setningarræðu sinni að menn ættu ekki að gleyma sér í harðri keppni og gleyma gleðinni í hestamennskunni.
Virkilega orð í tíma töluð og þörf áminning til okkar hestamanna.
Ekki spillti svo fyrir að við Astrid fengum báðar folatolla í happadrættinu sem nemendur seldu á staðnum. Astrid fékk toll undir Hvítserk frá Sauðárkróki en ég undir Hróa frá Skeiðháholti og Hákon frá Ragnheiðarstöðum.

Takk fyrir góðan dag.

Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að við íslendingar gengum að kjörborðinu í gær.

Ofurspennandi kosninganótt að baki þar sem húsfreyjan festi ekki blund fyrr en kl 7 um morguninn.
Vaknaði brosandi og hefur átt góðan dag.
Nánar um það síðar en af gefnu tilefni og til upprifjunnar fyrir þá sem fylgjast með pólutískum umræðum á netinu.

Ég hef mjög gaman af stjórnmálum og vangavelltum þar um, en er mjög hugsi eftir síðustu yfirferð um netheima.
Hatursfullar umræður með mannorðsmorðum, dónaskap og svívirðingum segja meira um þá sem þær aðferðir nota en þá sem fyrir þeim verða.

Það sem sagt og gert er á fésinu er sýnilegra en sumir virðast halda.